24.03.1961
Neðri deild: 83. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í D-deild Alþingistíðinda. (3032)

218. mál, skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka viðskipti við Axel Kristjánsson og h/f Ásfjall

Geir Gunnarsson:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að mótmæla því, að á dagskár þessa fundar skuli ekki hafa verið tekin þál till. sem ég og hv. 4. þm. Sunnl. höfum flutt um skipun rannsóknarnefndar samkv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til rannsóknar á viðskiptum fjmrn. við Axel Kristjánsson og h/f Ásfjall. Till. þessi var á dagskrá í dag, en þá tekin út af henni, þótt fundi lyki mjög snemma. Hv. deildarmenn hafa beðið í allan dag eftir þeim fundi, sem nú er hafinn, og er því sýnilegt, að nægur tími hefði verið til þess að ræða þessa till. í dag. Þegar þessi fundur er svo loksins boðaður, þá er till. ekki á dagskrá, og ég óska skýringar hæstv. forseta á því, hvers vegna svona er að farið, og ég mótmæli því, að þetta mál skuli ekki vera tekið til umræðu í d., og óska eftir því við hæstv. forseta, að það verði tekið á dagakrá næsta fundar.