24.03.1961
Neðri deild: 83. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í D-deild Alþingistíðinda. (3034)

218. mál, skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka viðskipti við Axel Kristjánsson og h/f Ásfjall

Einar Olgeirason:

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að taka undir þá ósk og þá kröfu hv. 7. landsk., að þetta mál verði tekið á dagskrá, þannig að það geti farið fram umr. um það.

Ég vil út af því, sem hæstv. forseti sagði um hve mörg mál hefðu verið flutt og hve mörg mál það væru, sem biðu hér afgreiðslu, taka fram, að það hefur gengið erfiðlega fyrir meginið af okkur, sem erum í stjórnarandstöðu, að fá þau mál sem við höfum flutt hér á Alþingi, afgreidd úr nefndum. Það er orðið þannig nú, að það kemur vart fyrir, að mál sem stjórnarandstaðan flytur, er afgr. úr nefnd, og fer satt að segja versnandi þing frá þingi um þetta. Þegar stjórnarmeirihluti er farinn nokkurn veginn að ræna minni hluta á þingi þeim rétti, að mál séu afgr. til 2. umr, og komi til 2. umr., þá er þó sá minnsti réttur, sem stjórnarandstaðan getur haft, að mál sem fyrir eru lögð, komi þó til 1. umr. og atkvgr. þar.