23.11.1960
Sameinað þing: 18. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1135 í D-deild Alþingistíðinda. (3089)

900. mál, niðursuða sjávarafurða á Siglufirði

Fyrirspyrjandi (Gunnar Jóhannsson):

Herra forseti. Ég ásamt 1, og 4. þm. Norðurl. v. höfum leyft okkur að bera fram fsp. til hæstv. sjútvmrh. Fsp. er á þskj. 103, II, liður.

Á þinginu í fyrra var samþ. svo hljóðandi þáltill., með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta rannsaka, hvort hagkvæmt muni vera og líklegt til eflingar niðursuðuiðnaði í landinu að nota heimild laga nr. 47 7. marz 1946 til að reisa verksmiðju á Siglufirði til niðursuðu sjávarafurða.“

Mál þetta er mikið áhugamál íbúa Siglufjarðarkaupstaðar. Til þingmanna kjördæmisins og uppbótarþingmanna þaðan hafa borizt ákveðvar óskir um að vinna að framgangi málsins við hæstv. ríkisstj. í bréfi, sem borizt hefur frá bæjarstjóra Siglufjarðarkaupstaðar, þar sem rætt er um þetta mál og þáltill. frá því í fyrra, segir m.a., með leyfi hæstv. forseta:

„Mikið hefur verið rætt um verksmiðju til niðurlagningar og niðursuðuverksmiðju á síld hér á Siglufirði undanfarið. Staðreyndin er sú, að síldarsöltun stendur í dag í sömu sporum og fyrir 50 árum, þ.e. að hráefnið er sett í tunnur og selt óunnið úr landi. Rök þau, sem fram koma í grg. þáltill. tel ég vera réttmæt að öllu leyti, og auk þess sem það er vitanlega hagsmunamál Siglfirðinga að tryggja sem mesta atvinnu. Þá er það einnig fullkomið hagsmunamál fyrir þjóðina alla, að sem mest verðmæti fáist fyrir afurðirnar.“

Ég mun svo ekki fjölyrða drekar um fsp., en vænti þess, að hæstv. sjútvmrh. skýri Alþingi frá því, hvað hæstv. ríkisstj. hefur látið gera til framkvæmda þáltill. frá 4. maí 1960 og hvað þeirri rannsókn, sem þar er talað um, er langt á veg komið.