30.11.1960
Sameinað þing: 20. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í D-deild Alþingistíðinda. (3108)

902. mál, stofun lífeyrissjóðs fyrir sjómenn, verkamenn, bændur o.fl.

Fyrirspyrjandi (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 121 að bera fram fsp. til hæstv. menntmrh. um það, hvað líði endurskoðun lagasetningar um rannsóknarmál ríkisins.

Það hefur verið mikið rætt um rannsóknarmál í landinu að undanförnu, og er ekki að undra, þar sem um mjög mikilsvert mál er að ræða, sem í flestum tilfellum verður að teljast undirstaða að öllum raunhæfum framkvæmdum í landinu. Mönnum hefur hins vegar ekki borið saman um það, að hve miklu leyti hið opinbera sinnti þessum málum, og þess vegna er fsp. þessi borin fram, til þess að fá fulla vitneskju um það.

Ég vænti greinagóðra svara ráðh. um þessi mál.