25.01.1961
Sameinað þing: 34. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í D-deild Alþingistíðinda. (3131)

955. mál, ráðstöfun 6 miljón dollara lánsins frá Bandaríkjunum

Fyrirspyrjandi (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Eins og menn vita. hefur veríð framkvæmd 6 milljón dollara lántaka í Bandaríkjunum. Þetta lánsfé hefur verið að koma inn í landið smátt og smátt undanfarin missiri. Ég er ekki einu sinni viss um, að það sé alveg allt komið inn í landið. Samt sem áður mun það nú að mestu leyti komið. Í fjárl. fyrir árið 1959 er þessi lántaka heimiluð og þar er heimiluð ráðstöfun á 98 millj. ísl. kr. af þessu láni. Þáv. hæstv. fjmrh. lýsti því yfir. að það mundi verða síðar leitað samþykktar Alingis fyrir ráðstöfun þess. sem eftir væri af fjármagninu, en það hefur ekki verið gert. Á hinn bóginn er það augljóst af ýmsu, að hæstv. ríkisstj. hefur ráðstafað miklu meira af þessu lánsfé en þessum 98 millj. En það er allt óljóst enn fyrir hv. þm. og öðrum, hversu miklu hefur verið ráðstafað af þessu stóra láni umfram það, sem gert er ráð fyrir í fjárlagagr. frá 1959, og þá hvernig: Mér finnst það ekki mega seinna vera, að hv. Alþ. fái skýrslu um, hvað búið er að gera í þessu, og raunar hefði mér fundizt, og ég vil alveg sérstaklega undirstrika það, að það hefði átt að leggja fyrir Alþ. til samþykktar í framhaldi af því, sem gert var 1959, hvernig ráðstafa skyldi því, sem eftir var af láninu.

Í leiðinni vildi ég svo fá að vita, ef hægt væri, og það ætti að vera hægt að segja um það núna, hversu mikið lánið muni nema samtals í íslenzkum krónum. Það hlýtur að vera hægt að sjá það núna. þar sem sér fyrir endann á því gengi, sem lánið verður yfirfært á, en það hefur verið yfirfært á mismunandi gengi. Sumt af því var flutt inn fyrir gengisbreytinguna og annað eftir gengisbreytinguna, þannig að það er ómögulegt fyrir ókunnuga að átta sig á því, hvað lánsfjárhæðin er há, og því spyr ég um það.