08.02.1961
Sameinað þing: 37. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1156 í D-deild Alþingistíðinda. (3138)

176. mál, aðild ríkisstofnana að Vinnuveitendasambandi Íslands

Fyrirspyrjandi (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svar hans, þó að mér hefði þótt eðlilegra, að upplýsinganna hefði verið aflað hjá viðkomandi ríkisstofnunum heldur en Vinnuveitendasambandinu. Um þá upphæð, sem er nefnd í bréfi Vinnuveitendasambandsins, verð ég að segja það, að mér finnst hún vera grunsamlega lág, vegna þess að hún virðist ekki hafa verið öllu meiri til jafnaðar á ári en nemur því gjaldi. sem Skipaútgerð ríkisins greiðir ein. A.m.k. hygg ég, að mér sé áhætt að fullyrða það, að nú seinustu árin, 1958, 1959 og 1960, hafi gjöld þau, sem Skipaútgerð ríkisins hefur greitt Vinnuveitendasambandinu verið í kringum 100 þús. kr. á ári, og Þar af leiðandi virðast greiðslurnar frá hinum fyrirtækjunum vera einkennilega litlar.

Ég er sammála hæstv. félmrh. um, að það liggur ekki fyrir í þessu sambandi eða í tilefni af þessari fsp. að ræða návar um það, hvort rétt sé, að viðkomandi fyrirtæki séu áfram aðilar að Vinnuveitendasambandinu eða ekki. heldur er að sjálfsögðu eðlilegt, að það mál verði tekið upp með öðrum hætti.