16.12.1960
Neðri deild: 41. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 602 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

134. mál, efnahagsmál

Jóhann Hafatein:

Herra forseti. Ég má nú víst allra sízt vera að reyna á þolinmæði hv. d., þegar komið er fram að miðnætti, en það var af því, að hv. 1. þm. Norðurl. v. (SkG) furðaði sig á því, að ég hefði notað orðið veltuinnlán, sem hann hélt að ég ætti víst við að væri sama og hlaupareikningslán, — virtist ekki hafa heyrt það, en vitnaði þó í Fjármálatíðindi og reikningshald Seðlabankans. Hérna er ég nú með Fjármálatíðindi, og þar er alls staðar sundurliðað. (Gripið fram í.) Seðlabankinn og Fjármálatíðindi, og þetta er uppstilling Seðlabankans í Fjármálatíðindum. Það eru alls staðar sundurliðuð sparlinnlánin annars vegar og (Gripið fram í.) Hagtíðindi? Nei, það eru spariinnlán, og það eru veltuinnlán. (Gripið fram í.) Og inni í bókinni eru veltuinnlán og spariinnlán. En sem sagt, það er út af fyrir sig ekkert við það að athuga, þó að menn vilji slá saman veltuinniánum og spariinnlánum, en þá eru það heildarinnlán. En það er alveg jafnrangt að kalla þau samanlögðu innlán spariinnlán, þegar veltuinnlánin eru komin inn í það, eins og það væri rangt að kalla þetta samanlagt veltuinnlán. Ég skal ekki eyða meiri tíma í þetta.