21.02.1961
Neðri deild: 67. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

177. mál, sameining Áfengsisverslunar og tóbakseinkasölu

Frsm. (Birgir Kjaran):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta frv. til meðferðar og athugað efni þess og rætt. Áfengisverzlun ríkisins tók til starfa samkv. l. nr. 69 7. maí 1928 óg Tóbakseinkasalan samkv. l. um einkasölu ríkisins á tóbaki, nr. 58 frá 8. sept. 1931. Síðan hafa þáðar þessar stofnanir starfað sem sjálfstæð fyrirtæki, en raunar þó oft verið rætt um, að hagfellt gæti verið að sameina rekstur þeirra, en þó ekki af orðið fyrr en ef nú verður. Á s.l. ári var fyrir atbeina hæstv. fjmrh. látin fara fram ýtarleg athugun á rekstri þessara fyrirtækja, og sýndi sú athugun, að líkur væru fyrir því, að um verulegan sparnað mundi verða að ræða með sameiningu þessara tveggja stofnana. Fjhn. hefur orðið sammála um að mæla með því við hv. d., að frv. þetta verði samþ. óbreytt.