10.10.1960
Sameinað þing: 0. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (6)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjördeildar (Alfreð Gíslason bæjarfógeti):

Herra forseti. 2. kjördeild hefur haft tvö kjörbréf til athugunar og meðferðar, þeirra Einars Ágústssonar, 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavík, og Péturs Péturssonar, varaþm. Alþfl, í Vesturlandskjördæmi, en þess hefur verið óskað, að Einar taki sæti hv. 7. þm. Reykv.. Þórarins Þórarinssonar, á Alþ. og Pétur sæti hv. 5. þm. Vesturl.. Benedikts Gröndals. Kjördeildin hefur ekkert fundið athugavert við þessi kjörbréf og leggur til, að kosning þessara manna verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt