13.10.1960
Neðri deild: 3. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 775 í B-deild Alþingistíðinda. (601)

15. mál, hlutafélög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Einmitt með því að mér var kunnugt um, hvaða afgreiðslu frv. um endurskoðun á hlutafélagalögunum frá fyrri tímum fengu, bar ég fram þessa fsp. Svar hæstv. ráðh. er mér fullkomlega nægjanlegt. Ég mun því ekki bera fram sjálfur slíka brtt. við frv. né óska þess, að n. taki það mál sérstaklega til athugunar. Ég tel, að það sé rétt, eins og ráðh. minntist á, að bíða eftir þeirri athugun, sem fer fram á Norðurlöndum og gæti orðið okkur að mörgu leyti til leiðbeiningar, þar sem hér gæti verið um sameiginleg lagaákvæði að ræða fyrir öll Norðurlöndin.