09.12.1960
Neðri deild: 34. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

25. mál, atvinna við siglingar á íslenskum skipum

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Eins og ég hef áður getið um í sambandi við umræður um þetta mál, eru siglingalögin öll og hafa verið lengi til endurskoðunar, og eins og ég lýsti líka yfir þá, munu þau væntanlega í heild verða lögð fram mjög bráðlega. Ég vil því ekki taka efnislega afstöðu um þetta einstaka atriði og greiði þess vegna ekki atkvæði.