06.12.1961
Sameinað þing: 19. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1273 í B-deild Alþingistíðinda. (1021)

13. mál, ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Í umr. þeim, sem fóru fram hér alveg nýlega, um frv. til laga um ráðstafanir vegna gengisbreytingarinnar, lét hæstv. sjútvmrh. þess getið, að það starfaði sérstök nefnd að því að athuga, hvort veita ætti íslenzkum togurum aukin réttindi til að veiða innan fiskveiðilandhelginnar. Hæstv. ráðh. var spurður um það í umr., hvernig þessi nefnd væri skipuð, hvaða félög eða aðilar ættu fulltrúa í henni og hverjir í henni væru. En ég varð ekki var við, að hæstv. ráðh. svaraði þessu. Mun það hafa fallið niður, því að það var margt annað, sem rætt var í sambandi við það mál. Mig langaði því til að spyrja hæstv. sjútvmrh. um þetta núna. Vill hann ekki gefa upplýsingar um, hverjir eru í þessari nefnd og frá hvaða félagssamtökum?