06.12.1961
Sameinað þing: 19. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1273 í B-deild Alþingistíðinda. (1022)

13. mál, ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Eins og hv. 1. þm. Austf. hlýtur að muna, var fundartíma lokið, þegar hann bar fram þessa fsp., og ég gat ekki svarað þá þegar, vegna þess að fundartíminn leyfði þá ekki frekari umræður. Um kvöldið var fundinum slitið, áður en ég komst á hann, — umr. urðu þá ekki lengri en það. En mér er ánægja að því að gefa þessar upplýsingar. Formaður þessarar nefndar er fiskimálastjóri, Davíð Ólafsson, og í henni eru með honum einn fulltrúi frá togaraeigendum, sem ég ætla að sé Vilhjálmur Árnason fyrrv. togaraskipstjóri, og einn fulltrúi frá L.Í.Ú. eða fulltrúi bátaeigenda, sem ég ætla að muni vera Tómas Þorvaldsson frá Grindavík.