06.04.1962
Efri deild: 80. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í B-deild Alþingistíðinda. (1047)

13. mál, ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Fjhn, hefur haft frv. það, sem hér liggur fyrir, til meðferðar, og eins og nál. þau, sem útbýtt hefur verið, bera með sér, hefur n. ekki getað átt samleið um afgreiðslu málsins, þannig áð við þrír, sem að meirihlutanál. stöndum, mælum með því, að það verði samþ. óbreytt, en fulltrúar hv. stjórnarandstöðuflokka eru frv. andvígir og leggja til, að það verði fellt.

Ég álít, að ekki sé þörf langrar framsögu um þetta mál. Hæstv. forsrh. gerði í stuttu máli grein fyrir meginefni þess í framsöguræðu sinni við 1. umr., og hef ég í rauninni litlu sem engu við það að bæta.

Eins og fram kom í framsöguræðu hæstv. forsrh., eru ákvæði þau, sem aðallega er um deilt í sambandi við frv., í fyrsta lagi ákvæðið um það, að gengishagnaði vegna verðhækkana á vörubirgðum sjávarútvegsins skuli ráðstafað á þann hátt, sem 6. gr. frv. gerir ráð fyrir. En í öðru lagi er ágreiningur um það, hvort leggja beri á útflutningsgjald það, sem frv. gerir ráð fyrir. Hvað fyrra atriðið snertir hefur m.a. hv. 3. þm. Norðurl, v. (ÓlJ) jafnvel látið að Því liggja, að ákvæði frv. væru brot á ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttarins. Ég skal síður en svo ámæla hv. þm. fyrir það að vilja standa vörð um stjórnarskrá landsins og þá m.a. þau ákvæði hennar, sem fjalla um friðhelgi eignarréttarins. Það er mjög eðlilegt, ekki sízt af manni í hans stöðu. Og víst er um Það, að það er hægt með skattaálögum og eignaupptöku að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins að engu, og ber að mínu áliti vissulega að vera á verði gagnvart slíku, og væri betur, að sömu umhyggju fyrir eignarréttinum hefði alltaf gætt, þegar tilefni til slíks var meira en það er að mínu áliti nú, en í því sambandi má nefna stóreignaskattinn, sem lagður var á, eins og kunnugt er, fyrir nokkrum árum hér á Alþ. En sú löggjöf var hv. Alþ. að mínu áliti til lítils sóma, þótt ekki skuli það rakið hér, enda átti hv. 3. þm. Norðurl. v. raunar ekki fast sæti á Alþ. þá.

Hvað sem þessu líður, þá er að mínu áliti munur á því, hvort eignir manna eru undir venjulegum kringumstæðum stórskertar með sköttum eða gerðar upptækar eða hvort meiri eða minni hluti verðhækkana á eignum, sem orðið hafa vegna sérstakra aðgerða hins opinbera, er látinn renna til opinberra aðila. Ég veit, að um það eru mýmörg dæmi, að þegar Þannig hefur staðið á, áð verðhækkun hefur orðið á eignum vegna sérstakra ráðstafana, sem gerðar hafa verið af opinberri hálfu, hefur ekki þótt neitt athugavert við það, þó að þessi verðhækkun rynni að einhverju eða jafnvel öllu leyti til hins opinbera, enda hefur það oft verið þannig, þótt svo hafi e.t.v. ekki alltaf verið, þegar fyrri gengislækkanir hafa verið ákveðnar, að sett hafa verið ákvæði, sem ganga í svipaða átt og nú er.

Í öðru lagi má nefna Það, að það hefur jafnan þótt sjálfsögð regla, þegar um gengisbreytingar hefur verið að ræða eða aðrar ráðstafanir, sem hafa haft í för með sér verðhækkanir á innfluttum vörubirgðum, að gera eigendum Þessara birgða innfluttrar vöru að selja Þær á óbreyttu verði. Ég fæ ekki annað séð en hér sé um algera hliðstæðu að ræða. Þessar vörubirgðir eru eign innflytjendanna alveg á sama hátt og birgðir útfluttrar sjávarvöru eru eign útflytjendanna, og sé það óviðurkvæmileg skerðing á eignarréttinum að gera ráð fyrir Því, að gengishagnaður vegna verðhækkana á vörubirgðum sjávarútvegsins renni til hins opinbera, þá er það alveg jafnmikil skerðing á eignarréttinum að gera innflytjendum að selja þær vörubirgðir, sem þeir eiga, á óbreyttu verði. Mér vitanlega hafa slíkar ráðstafanir ekki verið gagnrýndar og sízt af hálfu þeirra, sem hv. stjórnarandstöðu skipa nú.

Þá má í þessu sambandi benda á stóreignaskattinn, sem lagður var á skv. gengisbreytingarlögunum frá 1950, en Það sjónarmið lá þeim skatti að baki, að vegna Þeirra verðhækkana á eignum, sem urðu vegna gengisbreytingarinnar, væri sanngjarnt að leggja slíkan skatt á. Stóð hv. Framsfl. að þeirri ráðstöfun með Sjálfstfl., eins og kunnugt er, og ég vænti ekki, að neinn beri á móti því. Og eftir því sem ég man bezt, vildu hv. framsóknarmenn jafnvel ganga lengra í því að leggja slíkan skatt á en gert var, eða hafi Þeir að einhverju leyti haft sérstöðu í því efni, þá hefur hún ábyggilega verið á þann veginn. Enn fremur mætti e.t.v. í þessu sambandi nefna hina á sínum tíma mjög umdeildu 17. gr. jarðræktarlaganna, sem nú hefur að vísu verið afnumin, þar sem ákveðið var, að verðhækkun Þeirra jarðeigna, sem nutu jarðabótastyrks, skyldi skoðast sem eins konar fylgifé jarðarinnar og í rauninni tilheyra hinu opinbera. Hugsunarhátturinn, sem lá því að baki, var sá, að þessi verðhækkun væri til komin vegna sérstakra fjárframlaga frá ríkinu og Þess vegna væri hún eign ríkisins. Ég man ekki betur en hv. framsóknarmenn vildu mjög lengi halda í þetta ákvæði, þótt miður væri Það vinsælt af bændum, þó að þeir að vísu hyrfu að lokum frá því. Þetta er eitt af fleiri dæmum, sem áð mínu áliti má nefna til sönnunar því, að það hefur ekki verið talin skerðing á eignarréttinum, þó að slíkar verðhækkanir, sem eru til komnar vegna sérstakra ráðstafana af hálfu hins opinbera, rynnu til þess.

Hvað útflutningsgjaldið snertir; eins og hæstv. forsrh. benti á, þá gera núv. ákvæði frv. ráð fyrir því, að 62% af því renni beint til útvegsins. En afgangurinn kemur útveginum einnig til góða, þar sem honum er varið til að styrkja ýmiss konar stofnanir og rannsóknarstarfsemi á vegum útvegsins.

Ég sé raunar ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta, en vil aðeins leyfa mér að benda á, að það er að mínu áliti töluvert ósamræmi í Því að halda Því fram annars vegar, að útgerðinni hafi ekki verið nein vorkunn að bera Þær kauphækkanir, sem urðu á s.l. sumri, en hins vegar að halda því fram, að hún megi ekki við því að missa neitt af þeirri hækkun fiskverðsins, sem af gengisbreytingunni stafaði, Þó að þeim peningum sé beint og óbeint öllum ráðstafað í þágu útvegsins.

Ég sé, að hv. fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjhn. hafa skilað alllöngum álitum, þar sem aðallega er ráðizt á gengisbreytinguna. Þar er hins vegar ekki um að ræða, nema þá að mjög litlu leyti, gagnrýni á því, að Þær ráðstafanir væru gerðar, sem hér eru til umræðu. Hvað Það atriði snertir, hvort nauðsyn hafi verið að framkvæma gengisbreytinguna eða ekki, þá leitaðist ég við að gera Því allýtarleg skil í þeirri framsöguræðu fyrir seðlabankafrv., sem ég flutti í gær, og sé ekki ástæðu til að orðlengja meira um það atriði að sinni. Komi hins vegar eitthvað nýtt fram í framsöguræðum hv. minnihlutamanna, gefst tilefni til að svara því síðar.