13.10.1961
Efri deild: 3. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í B-deild Alþingistíðinda. (114)

4. mál, skráning skipa og aukatekjur ríkissjóðs

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, fjallar um breyt. á lögum um skráningu skipa og lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Nú er sú skipan á höfð, að gjöld þau, sem tekin eru fyrir skoðun skipa og fyrir mælingu skipa, eru ákveðin í reglugerð, en önnur gjöld fyrir þá þjónustu, er greinir í 1. gr. þessa frv., eru ákveðin í lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Eftir athugun og endurskoðun á þessum þjónustugjöldum hefur þótt réttara að hafa sama hátt hér á, þannig að þessi gjöld yrðu einnig ákveðin með reglugerð, og er það efni þessa frv.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.