06.04.1962
Neðri deild: 85. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

77. mál, Hæstiréttur Íslands

Fram. meiri hl. (Einar Ingimundaxson):

Herra forseti. Allshn. hefur farið yfir frv. til l. um Hæstarétt Íslands á þskj. 77, og leggur meiri hl. n. til, að frv. verði samþ. Hv. 4. þm. Sunnl. (BFB) áskilur sér þó rétt til að flytja eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma við frv. Hv. 11. landsk. þm. (GJóh) leggur hins vegar til, að frv. verði vísað frá með rökstuddri dagskrá, og skilar séráliti um það. Þegar málið var afgr. í n., var hv. 8. landsk. þm. fjarverandi.

Frv. þetta hefur gengið í gegnum hv. Ed., þar sem gerðar voru á Því talsverðar breytingar. Það er samið af dómurum hæstaréttar ásamt Theódór Líndal prófessor eftir tilmælum hæstv. dómsmrh., Bjarna Benediktssonar, og felur það í sér nokkrar breyt. á gildandi l. um hæstarétt. Þau voru upphaflega sett árið 1919, en árið 1935 voru samþ. á Alþ. ný lög um hæstarétt. Fólust í þeim l. talsverðar breyt. á eldri l., sem byggðar voru á breyttum aðstæðum og á fenginni reynslu frá því að fyrstu lögin um hæstarétt voru sett.

Nákvæmlega hið sama má segja um þær breyt. og viðauka, sem í frv. þessu er lagt til að gerðar verði á l. frá 1935. Þær eru byggðar á breyttum aðstæðum frá árinu 1935 og á fenginni reynslu af þeim göllum, sem komið hafa í ljós við framkvæmd á gildandi lögum.

Nýmæli í frv. eru nokkur, og mun ég nú víkja örfáum orðum að þeim helztu, sem ég hef komið auga á.

Það er nýmæli í 1. gr. frv., að hæstarétt megi setja utan Reykjavíkur, þegar sérstaklega stendur á. Það er einnig nýmæli í 2. gr. frv., að varaforseti réttarins skuli kjörinn til sama tíma og forseti. — Enn fremur er það nýmæli í 13. gr. frv., að áfrýjunarfjárhæð kröfu í einkamálum skuli vera a.m.k. 5 þús. kr. í stað 50 kr. í gildandi l. Samkv. 16. gr. frv. má hæstiréttur þó leyfa áfrýjun mála um lægri upphæð, ef sérstaklega stendur á.

Enn er það nýmæli í 13. gr. frv., að ekki verður ákvörðun héraðsdóms um kostnað af máli áfrýjað sérstaklega, nema málinu öllu, sem kostnaðurinn er sprottinn af, sé einnig áfrýjað, en samkv. gildandi l. má áfrýja ákvörðun héraðsdóms um málkostnað einni saman.

Þá er það enn fremur nýmæli í frv., að afsal á rétti til áfrýjunar, hvort heldur er berum orðum eða þegjandi, verði ekki gefið, fyrr en genginn er dómur sá eða úrskurður, sem afsalið á að taka til.

Í 32. gr. frv., sem nú er orðin 44. gr. eftir meðferð Ed. á frv., eru settar ýtarlegar og nákvæmar reglur um útlistun og reifun málsefnis fyrir hæstarétti. Mun ég ekki rekja þessar reglur hér, en telja verður, að þessi meðferð sé til hagsbóta öllum þeim, sem starfa að dómsmálum.

Í Ed. var bætt inn í frv. 12 nýjum gr., sem allar snerta kæru dómsathafnar til hæstaréttar, einnig var nokkuð aukið við 21. gr. frv., sem varðar sama efni.

Meðan frv. var fyrir hv. Ed., barst bréf frá Lögmannafélagi Íslands. Var í bréfinu aðallega fundið að efni 32. gr. frv., sem nú er orðin A4. gr., eins og ég áður gat um, og látinn í ljós ótti um, að hinar ströngu reglur um málsútlistun fyrir hæstarétti mundu leiða til tvíflutnings mála fyrir hæstarétti og skapa málflytjendum ýmis óþægindi. Fyrir tilmæli forráðamanna Lögmannafélagsins voru felld niður í Ed. þau ákvæði þessarar gr. frv., sem þeir voru óánægðastir með, og veit ég ekki annað en að þeir sætti sig nú við hin nýju ákvæði frv.

Ég tel svo ekki ástæðu til að fara að sinni fleiri orðum um málið, en eins og ég í upphafi gat um, leggur meiri hl. allshn. til, að frv. verði samþykkt.