09.04.1962
Neðri deild: 87. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1512 í B-deild Alþingistíðinda. (1242)

77. mál, Hæstiréttur Íslands

Þórarinn Þórarinsson:

Hæstv. forseti. Það fer ekki milli mála, að Alþ. og hæstiréttur eru mikilvægustu stofnanir íslenzks Þjóðfélags og á Þessum stofnunum tveimur veltur Það meira en nokkrum stofnunum öðrum, hvort tekst að halda hér uppi Þjóðfélagi mannhelgi og lýðræðis. Það er því óhjákvæmilegt, að allt sé gert, sem unnt er, til að tryggja Það, að hæstiréttur verði eins vel skipaður mönnum og kostur er á og Það verði gert eftirsóknarvert fyrir Þá, sem hæfastir eru til að gegna slíkum störfum, að taka sæti í réttinum. Eitt m.a. til Þess að tryggja Það er að haga svo launakjörum hæstaréttardómara, að embættin séu sæmilega eftirsóknarverð. Þetta hefur verið gert á Þann hátt að undanförnu, að hæstaréttardómurum hafa verið ákveðin laun samkv. I. fl. launalaga. Þau laun eru nú eitthvað í kringum 10 Þús. kr. á mánuði, eða miklu lægri en margir aðrir aðilar hafa, eins og t.d. hæstaréttarlögmenn, og Þess vegna geta Þessi launakjör ekki gert Þessi störf eftirsóknarverð. Nokkuð hefur verið reynt að bæta úr þessu með Því að tryggja hæstaréttardómurum ýmis aukastörf, en a.m.k. gildir Það um sum þeirra, að Það er mjög vafasamt, hvort slíkt sé heppilegt og viðeigandi.

Nú er það þannig, að Þó að ríkið sjálft eða flestir starfsmenn ríkisins og ýmissa ríkisstofnana séu undir launalögum, hefur það átt sér stað í vaxandi mæli á undanförnum árum, að launalög taka ekki til ýmissa ríkisstofnana. Og það er yfirleitt undantekningarlaust, að launakjör eru hærri hjá þessum stofnunum en þeim, sem eru undir launalögum ríkisins. Ég minnist þess t.d., að nú á þessu þingi og líka á þingi í fyrra var fjallað um mál einnar ríkisstofnunar, Seðlabanka Íslands, Þar sem Þannig er gengið frá launakjörum, að forstöðumenn Þeirrar stofnunar hafa miklu hærri laun en hæstaréttardómarar. Og þannig mætti nefna margar fleiri stofnanir. Ég hygg, að ég geti t.d. nefnt tólf forstöðumenn ríkisstofnana, sem hafa hærri laun en hæstaréttardómarar, vegna Þess að þeir taka laun utan launalaga. Af Þeim ástæðum hefði mér þótt eðlilegt, að inn í þessi lög um Hæstarétt Íslands kæmi það ákvæði, að laun hæstaréttardómara skuli jafnan vera í flokki hæstu launa, sem ríkið eða stofnanir þess greiða, þannig sé Það tryggt, að ef ríkið greiðir hærri laun en I. fl. launalaga segir til um forstöðumönnum ýmissa stofnana, Þá nái það einnig til hæstaréttardómara. Ég álít, að störf hæstaréttardómara séu svo mikils virði og þessi stofnun eigi að njóta þess aðbúnaðar í þjóðfélaginu, að það sé jafnan tryggt, að þeir, sem þar eru til forstöðu, njóti þeirra beztu launakjara, sem ríkið greiðir hverju sinni. Og til þess að tryggja það er ekki fullnægjandi, eins og nú er háttað málum, að ákveða, að Þeir séu í I. fl. launalaga, vegna Þess, eins og ég áður sagði, að margar ríkisstofnanir eru nú utan launalaganna og forstöðumenn þessara stofnana margir hverjir fá hærri laun en ákveðið er í I. fl. launalaganna.

Það kemur hér einnig til greina, að eðlilegt sé að tryggja þetta í 1. um Hæstarétt Íslands. því að búast má við, að annaðhvort á þessu þingi eða mjög fljótlega öðlist samtök opinberra starfsmanna samningsrétt og jafnvel verkfallsrétt. Ég held, að það verði ekki talið eðlilegt, að hæstaréttardómarar séu aðilar að stéttarsamtökum, þess vegna geti Það tæpast komið til greina, að það verði samið sérstaklega um þeirra kjör í samningum milli ríkisins og bandalags opinberra starfsmanna, og þess vegna sé eðlilegt að hafa sérákvæði um þá í lögum og tryggja, að þeir á hverjum tíma njóti þeirra hæstu launa, sem ríkið greiðir hverju sinni, hvort sem er samkv. samningum við opinbera starfsmenn, launal. eða eftir öðrum ákvæðum.

Ég hygg, að þegar menn íhuga þessar ástæður, sem ég hef nú greint, ætti að geta orðið samkomulag um þessa till.