26.03.1962
Efri deild: 70. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1518 í B-deild Alþingistíðinda. (1259)

118. mál, Iðnaðarbanki Íslands

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Aðalfundur Iðnaðarbanka Íslands hefur látið uppi þá ósk, að hlutafé í bankanum yrði aukið, og stjórn bankans komið þeim tilmælum áleiðis til ríkisstj. Í samræmi við þetta var af stjórnarinnar hálfu flutt frv. um breyt. á l. um Iðnaðarbanka frá 1951, þar sem hlutafjáraukning var heimiluð. Málið var fyrst lagt fyrir hv. Nd. og athugað þar í iðnn., og varð niðurstaðan sú, að frv. var samþ. með þeirri breyt. að meginefni til, að hlutafjármagnið skyldi þó takmarkast við 10 millj. kr., þannig að frekari aukning getur ekki átt sér stað nema með nýrri breyt. á l., og er þá ætlazt til þess, að ríkið taki þátt í hlutafjáraukningunni, a.m.k. svo að tryggt verði, að aðstaða til þess að ráða vali tveggja af fimm stjórnarmönnum bankans breytist ekki eða hverfi ekki úr sögunni.

Það er öllum aðilum ljóst, að æskilegt er, að þessi banki eflist sem mest, og þó að hið nýja hlutafé sé auðvitað ekki mjög hátt, þá eflir það

Þó bankann og verður honum til styrktar. Vil ég Því leggja til, að frv. nái fram að ganga, og vonast til, að ekki verði um það ágreiningur, að því verði vísað til 2. umr. og hv. iðnn.