10.04.1962
Efri deild: 84. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1519 í B-deild Alþingistíðinda. (1262)

118. mál, Iðnaðarbanki Íslands

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur rætt frv. þetta og, eins og segir á þskj. 677, mælir n. einróma með, að frv. verði samþ. óbreytt, eins og það kom frá hv. Nd. En það er meginefni þessa frv., að heimild er veitt til hlutafjárhækkunar þeirra aðila, sem að bankanum standa nú, en skv. núgildandi lögum er hámark hlutafjár ákveðið 61/2 millj. kr., og á ríkissjóður þar af 3 millj. kr. Þetta er gert ráð fyrir að hækka nú upp í 10 millj. kr.

N. mælir einróma með, eins og ég sagði áðan, að frv. verði samþ. eins og það kom frá Nd.