28.03.1962
Neðri deild: 78. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1539 í B-deild Alþingistíðinda. (1312)

179. mál, innlend endurtrygging

Frsm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Frv, þetta er flutt í framhaldi af máli því, sem er fyrst á dagskrá þessarar hv. d. á Þessum fundi, Þ.e.a.s. frv. um tekjustofna sveitarfélaga. í þessu frv. er lagt til, að félag það, sem Þar á hlut að máli, sé undanþegið öllum opinberum sköttum og gjöldum, hvort heldur er til ríkis eða sveitarfélaga, nema fasteignaskatti og aðstöðugjaldi skv. II, og III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Heilbr.- og félmn. hefur rætt þetta mál og leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 4, landsk. þm., var fjarstaddur, þegar málið var afgr. í n.

Um 3., 4., 5., 6., 7., 8., 9. og 10. dagskrármálið stendur eins á og um 2. dagskrármálið. Þau eru öll flutt í framhaldi af frv. um tekjustofna sveitarfélaga. Heilbr.- og félmn. leggur til, að auk annars dagskrármálsins verði 4., 9. og 10. dagskrármál samþ. óbreytt. Ég leyfi mér að mæla fyrir þessum frv. öllum sameiginlega, og vænti ég, að hæstv. forseti hafi enga aths. við það að gera. Enn fremur leggur n. til, að 3., 5., 6. og 8. dagskrármál verði samþ. með þeirri breyt. við 2. gr. frv., að I. skuli öðlast þegar gildi, Þó þannig, að ákvæðið um landsútsvar komi fyrst til framkvæmda á árinu 1963. Þessar brtt. skýra sig sjálfar, og hef ég ekki um þær fleiri orð. Loks leggur heilbr.- og félmn. til, að 7. dagskrármálið, þ.e.a.s. frv. um síldarverksmiðjur ríkisins, verði samþ. með þeirri brtt., að lögin öðlist gildi 1. jan. 1963. Í sambandi við þetta mál leyfi ég mér að geta þess, að það hefur verið nokkuð rætt um það í n. að taka inn í þetta frv. heimild fyrir sveitarstjórnir að innheimta aðstöðugjald af öllum öðrum rekstri síldarverksmiðjanna en síldarbræðslu, þ. á m. vegna seldrar vinnu vélaverkstæða þeirra. Það mun ekki hafa verið meiningin að undanþiggja t.d. rekstur hraðfrystihúss og niðursuðuverksmiðju aðstöðugjaldinu. N. mun taka þetta atriði til athugunar milli umr. og e.t.v. flytja till. um það við 3. umr.

Að svo mæltu leyfi ég mér að óska þess, að öllum þessum málum verði að lokinni þessari umr. vísað til 3. umr.