12.04.1962
Neðri deild: 90. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1594 í B-deild Alþingistíðinda. (1532)

110. mál, ríkisreikningurinn 1960

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Hæstv. forseti. Það hefur ekki orðið samkomulag í fjhn. d. um afgreiðslu á þessu máli, eins og sjá má á þeim tveim nál., sem fyrir liggja.

Þessum ríkisreikningi fylgja eins og venjulega aths. frá yfirskoðunarmönnum. Að þessu sinni eru aths. 42 að tölu. Það er, eins og áður hefur komið fyrir, ýmislegt, sem yfirskoðunarmenn hafa gert aths. við. Má þar til nefna t.d. nokkrar aths. um útistandandi skuldir hjá ríkisfyrirtækjum, sem yfirskoðunarmenn telja að séu óeðlilega miklar og leggja áherzlu á að innheimt sé það, sem þessi fyrirtæki eiga útistandandi.

Ein af þessum 42 aths. hefur valdið ágreiningi um málið í fjhn. og það er ágreiningur um það mál, sem veldur því, að n. hefur klofnað. Við, sem skipum minni hl. n., ég og hv. 4. þm. Austf. (LJós), leggjum til í nál, á þskj. 739, að samþykkt á ríkisreikningnum verði frestað og frv., sem fyrir liggur, afgreitt með rökstuddri dagskrá, sem prentuð er í okkar nál. Þessi aths., sú 39. í röðinni, snertir útgerð ríkisins á botnvörpungnum Brimnesi.

Ríkið hafði útgerð þessa togara í u.þ.b. eitt ár, frá því í maí 1959 og þar til seint í maí 1960. Það litur út fyrir, að þessi útgerðarrekstur hafi heyrt undir fjmrn., og tveir hæstv. fjmrh. hafa Því haft yfirstjórn þessarar ríkisútgerðar, fyrst á árinu 1959 hæstv, núv. utanrrh., Guðmundur Í. Guðmundsson, sem þá var fjmrh., og síðan tók við af honum hæstv. núv. fjmrh.

Þegar afgreidd voru hér fjárlög fyrir árið 1959, var samþ. í 22. gr. fjárlaga heimild fyrir ríkisstj. til þess að reka þennan botnvörpung fram til 1. sept. það ár. Ríkisstj. fól manni úr Hafnarfirði, Axel Kristjánssyni framkvstj., að annast um þessa útgerð fyrir ríkið. Ekki munu hafa verið tilkvaddir neinir aðrir til að vera með í ráðum um þessa útgerð. Liðu nú tímar fram, og togaranum var haldið úti til veiða, Þar til það gerðist 25. maí 1960, að útgerðarstjórinn skrifaði fjmrn. og sagði af sér, að því er mönnum skilst, þessari útgerðarstjórn, og var rekstri togarans þar með hætt. Eftir að þetta bréf barst til ráðuneytisins, fól ráðuneytisstjóri í fjmrn. tveim mönnum að ganga eftir uppgjöri af hálfu útgerðarstjórans vegna útgerðarinnar. En Það leið alllangur tími, þangað til hann skilaði af sér reikningum og bókhaldi fyrir útgerðina. Það var ekki fyrr en í ágústbyrjun 1960. Leið þannig nokkuð á þriðja mánuð, frá Því að hann sagði af sér þessum starfa og þar til reikningum var skilað. Eftir að þessi bókhaldsgögn voru komin til þeirra manna, sem til þess höfðu verið settir að ganga eftir reikningsskilum, skipaði fjmrn. skilanefnd Þriggja manna til þess að annast um endurskoðun á reikningunum og jafnframt að sjá um greiðslu skulda, sem á fyrirtækinu hvíldu, og ganga eftir inneignum útgerðarinnar hjá viðskiptaaðilum. Síðan voru fengnir tveir menn, endurskoðandi og fulltrúi, frá endurskoðunardeild fjmrn. til þess að framkvæma endurskoðun á reikningum útgerðarinnar. Þeir skiluðu aths. sínum í síðari hluta sept. 1960. Næst gerist það í málinu, að skilanefndin fær útgerðarstjórann á sinn fund, ræðir við hann um aths., sem gerðar höfðu verið við reikningana, og afhendir honum eintak af Þeim aths., svo að hann geti svarað þeim. Útgerðarstjórinn svaraði þessum aths. 25. okt. 1960. Skilanefndin skrifaði svo fjmrn. bréf 3. des. 1960, hafði þá haft nokkuð á annan mánuð til að athuga Þessi svör útgerðarstjórans. Hún segir m.a. í þessu bréfi um svörin, með leyfi hæstv. forseta: „Með svörum þessum er fullnægjandi gerð skil 15 athugasemdum endurskoðenda af u.þ.b. 55. Meðal þeirra atriða, sem ekki er fullnægjandi gerð grein fyrir, eru öll hin veigamestu, og munu nokkur þeirra rakin nánar hér á eftir.“ Er síðan í bréfi n. skýrt frá þessum atriðum, nokkrum atriðum.

Við meðferð Þessa frv. í hv. Ed. fékk fjhn. þeirrar d. þetta bréf skilanefndarinnar til athugunar, og í umr. um málið á fundi þar í deildinni las hv. 1. Þm. Norðurl. e., Karl Kristjánsson, einn af fjhn: mönnum, þetta bréf upp. Er því hægt að lesa Það í umr. um málið. Eftir að skilanefndin hefur í bréfi sínu skýrt frá Þessum atriðum, segir hún svo í bréfinu til ráðuneytisins: „Hér hafa verið rakin nokkur helztu atriðin í bókhaldi útgerðar botnvörpungsins Brimness og jafnframt þau, sem stærsta fjárhagslega þýðingu hafa, sem enn eru óupplýst af hálfu útgerðarstjórans. Auk þeirra grúir af minni atriðum, sem aths. hefur verið hreyft við“ o.s.frv. Og í niðurlagi bréfsins segir skilanefndin svo: „Meðan þessi stóru atriði eru svo óljós og með því að Þau hafa úrslitaáhrif á afkomu útgerðarinnar, telur skilanefnd sig ekki geta lokið reikningsskilum útgerðarinnar, hvað Þau snertir.“ Og síðan segir: „Það er hins vegar ljóst nú Þegar, að nefndin getur ekki upplýst þessi mál frekar en orðið er með þeim ráðum, sem henni eru tiltæk.“ Þarna lýsir n. því yfir, að hún telji sér ekki fært að upplýsa þessi atriði nánar.

Menn skyldu nú ætla, þegar hér var komið, að þá hefði bráðlega verið gerð gangskör að Því að fá Þessi atriði rannsökuð, eftir að n. var Þannig bréflega búin að lýsa því yfir, að hún gæti ekki upplýst málin frekar með Þeim ráðum, sem henni eru tiltæk. En ekkert slíkt hefur gerzt. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga byggðu að sjáifsögðu sínar aths. að verulegu leyti á þessari skýrslu skilanefndarinnar. Á bls. 240–241 í ríkisreikningnum birta yfirskoðunarmenn lista yfir það, sem þeir kalla óumdeilanlegar skuldir útgerðarstjórans, og eru þær samtals rúmlega 121 þús. kr., og síðan birta Þeir annan lista yfir ágreiningsatriði, sem svo eru nefnd, og þar er upphæðin samtals rúml. 520 þús. kr. Þeir geta þess að vísu á eftir, að útgerðarstjórinn hafi í lok okt. 1960 lagt fram ýmsa reikninga frá þýzku firma, sem fyrirtækið hafði skipti við, og löngu síðar hafi einnig verið lagðir fram reikningar, — „en ekki sýnist ástæða til að fjölyrða frekar um þá, en auðvitað koma Þeir til athugunar og afgreiðslu við framhald málsins“, segja yfirskoðunarmenn. Síðan nefna Þeir enn einstök atriði, og má lesa um það á bls. 241 í ríkisreikningnum.

Aths. yfirskoðunarmanna eru dagsettar 21. nóv. 1961. Svör ráðh. við aths. eru dagsett 5, des. 1961, og um Þessa aths. segir hann aðeins það, að ráðuneytið hafi fullan hug á, að reikningsskilum þessum ljúki sem fyrst, og að ríkisendurskoðanda hafi verið falið málið og vinni hann nú að Því að upplýsa þau atriði, sem enn eru óljós.

Ekki kemur Það fram, hvenær ríkisendurskoðanda hefur verið falið þetta. Það er því ekki ljóst, hvað langur tími hefur liðið, frá því að skilanefndin ritaði rn. sitt bréf 3. des. 1960 og þar til er ríkisendurskoðandi fékk málið til athugunar.

Það verðum öllum ljóst, sem kynna sér bréf skilanefndarinnar og aths. yfirskoðunarmanna ríkisreikninga, að Þessi togaraútgerð ríkisstj. hefur verið mikið óreiðufyrirtæki. í fjhn. hv. Ed. var þess óskað, að upplýsingar yrðu fengnar um athuganir ríkisendurskoðanda á Þessu máli, og það kom fram, meðan mál þetta var í hv. Ed., að ríkisendurskoðandi hafði fyrir nokkru sent hæstv. fjmrh. bréf eða skýrslu um málið. Það var gengið eftir því af mönnum í fjhn. þeirrar d., að n. fengi þetta bréf ríkisendurskoðanda til athugunar. En hæstv. fjmrh. neitaði að láta n. fá aðgang að þessu bréfi. Hann hélt því fram í umr. í Ed., að þar væri um að ræða trúnaðarmál og hann gæti þess vegna ekki birt þetta bréf eða skýrslu frá ríkisendurskoðandanum.

Þegar málið var rætt hér í fjhn. þessarar hv. d. á einum fundi, var einnig um það talað að fá upplýsingar, meiri en þegar hafa borizt um málið, en hv. meiri hl. fjhn. taldi, að þess væri ekki að vænta, að neinar nýjar upplýsingar fengjust frá rn. um þessa athugun ríkisendurskoðandans, og samþykkti fyrir sitt leyti að mæla með samþykkt þessa frv.

Eins og ég sagði áður, tel ég, að þegar hafi orðið óhæfilegur dráttur á því að fá þetta mál upplýst og uppgert, og við í minni hl. fjhn. teljum málið þannig vaxið, að það sé ekki rétt að samþykkja ríkisreikninginn, meðan ekki fást frekari upplýsingar en þegar hafa fengizt um þessi reikningsskil og uppgjör þessarar útgerðar. Við teljum því rétt að fresta því að afgreiða ríkisreikninginn, — það er ekki útlit fyrir, að neinar nýjar upplýsingar fáist, áður en þessu þingi lýkur, því að gert er ráð fyrir, að því ljúki eftir örfáa daga, — og mundi reikningurinn þá verða tekinn til afgreiðslu á næsta þingi, væntanlega í haust, og gera mætti ráð fyrir því, að þá væri eitthvað nýtt komið fram um lyktir þessa máls.

Það er því till. okkar, hæstv. forseti, að frv. verði afgreitt nú með svo hljóðandi rökstuddri dagskrá:

„Þar sem ekki hafa fengizt upplýsingar frá ráðuneytinu í sambandi við 39. aths. yfirskoðunarmanna við ríkisreikninginn fyrir árið 1960, um rekstur og reikningsskil togaraútgerðar ríkisins, ályktar deildin að fresta afgreiðslu frv. um samþykkt á ríkisreikningnum og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“