28.03.1962
Efri deild: 74. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1689 í B-deild Alþingistíðinda. (1559)

170. mál, Stofnalánadeild landbúnaðarins

Frsm. meiri hl. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Eins og nál. á þskj. 496 og annað á 499 og í þriðja lagi brtt. minni hl. n. bera með sér, hefur landbn. þessarar hv. d. ekki orðið sammála um afgreiðstu þessa frv.

Hin síðustu ár hafa stofnlánadeildir landbúnaðarins, ræktunarsjóður og byggingarsjóður, verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Um síðustu áramót, eftir því sem hefur verið upplýst nýlega í blöðum af formanni bankaráðs, átti byggingarsjóður útistandandi 106 millj. og ræktunarsjóður 292 millj., eða samtals þessir stofnlánasjóðir báðir 398 millj., sem eru lán, er veitt hafa verið út á byggingar og ræktun í sveitum. Vextir af þessum skuldum bændanna við Búnaðarbankann eru frá 21/2% í byggingarsjóði á fyrsta starfstímabili hans og upp í 61/2% í ræktunarsjóði s.l. tvö ár. Ekki hef ég gögn í höndum um meðalvexti þessara stofnlána. Þeir munu ekki vera langt frá 5% til jafnaðar, líklega svolítið lægri. Flestir bændur talda í þessum sjóðum bæði með hærri og lægri vöxtum, fáeinir aðeins með lægri vöxtunum og einstaka einnig aðeins með hærri vöxtunum.

Íslenzkir bændur eru taldir liðlega 6000 að tölu og hefur farið lítils háttar fjölgandi hin síðustu ár, því að nýbýli hafa verið stofnuð fleiri en jarðir, sem farið hafa í eyði. Það hefur stundum heyrzt deilt um það, hver bændatalan væri, og það má ofur lítið um það togast, en sá raunverulega rétti grundvöllur til að byggja þar á tel ég að séu lögbýlin, sem skrá er haldin um hjá nýbýlastofnun ríkisins. Svo er það nokkuð á reiki, hvernig bændur telja fram samkvæmt búnaðarskýrslum, því að það eru víða talin félagsbú hjá bændum og margt á reiki um það. hvað margir eru taldir í félagsbúi frá ári til árs samkv. skýrslu, sem skattanefndir gera og er kölluð búnaðarskýrsla. En ég skal ekki fara út í það nánar. Hin raunverulega rétta tala byggðra býla er að sjálfsögðu sú, sem skráð er hjá nýbýlastofnuninni.

Samkvæmt framansögðu virðist því meðaltalsskuld hvers bús í landinu við stofnlánasjóðina vera í kringum 70 þús. En Þá eru að vísu ótaldar skuldir við veðdeild Búnaðarbankans, sem ég hef ekki fullar upplýsingar um, hvað séu miklar.

Sjóðir Búnaðarbankans, byggingarsjóður og ræktunarsjóður, hafa síðustu áratugi orðið uppbyggingu sveitanna að miklu liði og hafa þeir þó jafnan verið mjög févana. Árlega hefur ríkissjóður lagt þeim til lítils háttar upphæð, nú hin síðustu ár 4.1 millj. á ári, áður enn minna. Og þar sem útlánavextir þeirra hafa jafnan verið lægri en vextir af því fé, sem Þeir urðu að taka til útlána, hefur skuld safnazt á skuld ofan, og er gangur þeirra mála öllum kunnugur, og skal ég ekki fara út í það hér.

Á því um það bil 30 ára tímabili, sem byggingarsjóður hefur lánað til íbúðarhúsa í sveitum, er búið að byggja upp íbúðarhús á öltum þorra jarða í landinu. En margt af þeim húsum, sem byggð voru fyrir 15–30 árum, er svo smátt, að nú er mjög mikið um kröfur um að stækka þau. Þar að auki þarf að gera ráð fyrir nokkrum byggingum á nýjum býlum, sem verða að risa upp, ef sveitalífið á að haldast í horfi og blómgast, eins og það Þarf að gera. Hins vegar er enn mjög mikið óbyggt af útihúsum, sem er mjög aðkallandi að byggja.

Hin síðustu ár hefur verið mikill þrýstingur um lán úr ræktunarsjóði og einnig nokkur úr byggingarsjóði, t.d. til nýbýla og viðbótarbygginga við eldri hús. í mörg ár hefur þessi lánaþörf verið leyst með bráðabirgðaráðstöfunum og lántökum, þegar liðið hefur að áramótum og bankastjórn og ríkisstj. talið óumflýjanlegt að afla fjár til útlána vegna bygginga og ræktunar, sem búið var að gera. Með Þessu hefur öllum ríkisstj. tekizt að leysa svo úr þessu máli, að bændur hafa fengið lán út á sínar framkvæmdir, en naumast nógu há í mörgum tilfellum. Það er mikið búið að tala um það, að nú hvíli á landbúnaðarsjóðunum óbærilegar upphæðir erlendra lána, og er það hverju orði sannara, en ég skal sleppa því að fara út í það hér nánar.

Skuldasöfnun sjóðanna undanfarin ár er bein afleiðing af því. að hér til hafa þeim ekki verið búin nauðsynleg starfsskilyrði. Þeir hafa ekki getað með því fé, sem þeim hefur verið fengið af hálfu ríkisins, valdið hlutverki sínu fyllilega: að lána út á þær miklu framkvæmdir í sveitunum, sem gerðar hafa verið undanfarin ár, einkum s.l. áratug, nema með mikilli skuldasöfnun. Framkvæmdirnar hafa orðið meiri og örari en löggjöfin gerði ráð fyrir að yrði. Þetta er mergur málsins, en ekki það, að þessir sjóðir hafi tapað fé á útlánum til bænda. Afleiðing þessarar ófullkomnu löggjafar, einkum siðan 1950, hefur orðið sú nokkur s.l. ár, að fjármálum sjóðanna hefur verið fleytt frá einum áramótum til annarra m.a. með erlendum lántökum, sem urðu beim óbærilegar vegna gengisbreytinga, og svo framlögum við og við úr ríkissjóði fram yfir hið fasta framlag. Um mörg ár hefur þetta ástand verið óviðunandi. Ár eftir ár hafa bændur lagt út í fjárfestingu í stórum stíl í algeru öryggisleysi um að fá lán út á byggingar og ræktun. Margir hinna gætnari hafa hikað við, og þess vegna hefur verið byggt minna en ella. Og fram undan blasir nú við, að gera verður stórátök í byggingum í sveitunum, einkum peningshúsabyggingum og ýmiss konar geymslum, t.d. fyrir vélar, og svo ræktun, og fleira mætti telja, en þetta eru þær framkvæmdir, sem lánað hefur verið út á til þessa.

Sú leið, sem gengin hefur verið í þessum efnum seinustu árin, er ekki lengur fær. Um 4 millj. kr. framlag til stofnlánasjóðanna úr ríkissjóði á ári hrekkur hvergi nærri. Tvennt verður að gera í senn: létta nokkuð af skuldabyrði sjóðanna og fá þeim um leið fasta tekjustofna, svo að þeir geti starfað sjálfstætt um ókomin ár og gegnt hlutverki sínu, sem er að skapa grundvöll og endurskapa grundvöll undir bættri aðstöðu þeirra, sem í sveitunum búa.

Frv. það, sem hér liggur nú fyrir, gengur myndarlega í þessa átt, og málið er svo aðkallandi um verulega úrlausn, að ég tel nauðsynlegt, að það verði afgreitt afdráttarlaust, áður en þessu þingi lýkur, sem nú er senn á enda. Ljúki þessu þingi svo, að sama óvissa ríki áfram um lánasjóðina og verið hefur undanfarið um hálfan áratug, mun skapast öngþveiti í þessum málum.

Í 3. gr. þessa frv. er gert ráð fyrir, að ríkið afhendi stofnlánadeildinni sem svarar 60.5 millj. kr. sem óafturkræft fé. í 4. gr. frv. er stofnlánadeildinni séð fyrir árlegum tekjum, um það bil 26 millj. kr. miðað við heilt ár, en til samanburðar 4.1 millj. kr. árlega hin síðustu ár. Um það er deilt mest í sambandi við þetta frv., hvort sanngjarnt sé eða eðlilegt að leggja nokkurt vörugjald á landbúnaðarframleiðslu til að skapa stofnlánadeildinni þessar árlegu tekjur, sem sé einn liður í ráðstöfun til þess. Arleg gjöld í sambandi við þetta er áætlað að geri um 8 millj. kr.

Álögur eða skattlagning er aldrei fagnaðarefni fyrir neinn og þessi fjáröflunarleið ekki heldur, og út á þessa braut hefði ekki verið farið, nema af því að í óefni var komið áður.

Eins og reyndar er áður að vikið, sundurliðast þessar árlegu tekjur stofnlánadeildarinnar þannig: fjárlög 4.1 millj., búnaðarmálasjóðsgjald 8 millj., frá ríkissjóði á móti 8 millj., álag á útsöluverð búvöru 5.5 millj., eða 25.6 millj. alls. Framlag þjóðfélagsins sem heildar til búnaðarmálasjóðanna verður því samkvæmt þessu frv. 17.6 millj. á ári á móti 4.1 millj. undanfarin ár, en fer Þó hækkandi, eftir því sem landbúnaðarframleiðslan vex, eins og vænta má að verði. Við þetta árlega framlag bætast svo 60.5 millj., sem ráðstafað er með frv. til stofnlánadeildarinnar, sumpart sem skuldabréfum, sumpart sem eftirgjöf skulda og sumpart sem greiðslu á erlendum lánum á árunum 1961, 1962 og 1963, og gefa skuldabréfin a.m.k. nokkrar árlegar tekjur. Til samanburðar við álagið á landbúnaðarvörurnar, sem nú er gert ráð fyrir að bændur greiði af innleggsvörum sínum, Þ.e.a.s. 1% á ári, er rétt að benda á, að útgerðarmenn hafa greitt í fiskveiðasjóð og greiða a.m.k. 1.8% af sinni framleiðslu, eða rétt að segja helmingi hærra en gert er ráð fyrir að bændur greiði, miðað við hundraðshluta. Á móti þessum skatti greiðir ríkissjóður samkvæmt fjárlögum 2 millj. á ári. Ég hef ekki í höndum öruggar tölur um, hvað það muni vera há upphæð, sem útgerðin greiðir í fiskveiðasjóð. Mér er sagt af fróðum mönnum, að það muni vera a.m.k. 40 millj., sem hún greiðir á móti 2 millj., sem ríkið greiðir til þeirra í þennan sjóð.

Ég get aðeins um þetta, af því að mörgum hættir til að bera sífellt saman, hvað þjóðfélagið sem heild fari betur með eina stétt en aðra. Allur slíkur samanburður er mér fremur ógeðfelldur, en sé hann gerður, þarf hann að vera sem réttastur.

Nú líður mjög að þinglausnum að þessu sinni. Ég tel mjög aðkallandi, að þetta mál verði afgr. á þessu þingi. Það er eitt allra stærsta mál landbúnaðarins, eins og sakir standa. Ég hef áður að Því vikið, hversu framkvæmda er Þörf í sveitunum, í byggingum, ræktun og aukningu á vélaeign bænda fyrst og fremst. Verði þetta frv. ekki að lögum nú fyrir þinglausnir, skapast mikið vandræðaástand að því er snertir lánveitingar til bygginga og ræktunar, sem verða gerðar á þessu ári. Bændur og þjóðfélagið allt ætlast til, að slíkt Þurfi ekki að koma fyrir, og ábyrgir aðilar verða að gera sér þetta ljóst og vinna að því að leysa þetta mál málefnalega.

Lagafrv. þetta hefur lengi verið í undirbúningi. Að baki þess liggur mikil vinna, hugsun og útreikningar. Að svo miklu leyti sem ég hef getað sett mig á takmörkuðum tíma inn í pá útreikninga, er frv. fylgja í töflum, sýnist mér þeir vera fremur varfærnislegir og ekki líklegt, að áætlanir breytist mikið, þó að áætlanir séu að vísu alltaf áætlanir. Að vísu mun vera reiknað út frá útlánavöxtum stofnlánadeildarinnar, eins og þeir eru nú, í tvö ár, en tekjur hennar lækka að sjálfsögðu af vöxtum eldri lána, ef vextir verða lækkaðir, sem ég tel mjög nauðsynlegt að verði, strax og vextir lækka almennt. En þó að þarna skakki einhverju í útreikningum frá því sem kann að verða í framkvæmd, þá er það ekki mikið. Aldrei áður hefur búnaðarsjóðunum verið skapaður starfsgrundvöllur slíkur sem nú, ef frv. þetta verður samþykkt. Eftir 5 ár, eða eftir 10 ár, getum við sagt, eiga þeir að vera farnir að byggja sig mjög mikið upp af því fé, sem þeim er nú ætlað samkvæmt þessu frv., og stofnlánadeildin orðin þá sterk stofnun og máttug. Og út frá nýjum möguleikum, sem mér sýnast á næsta leiti, hef ég verið að velta því fyrir mér nú þessa síðustu daga, hvort bændastéttin sé nú ekki komin í snertingu við tækifæri, sem margir bændur hafa verið að impra á síðustu árin og rætt talsvert sín á milli hingað og þangað um land, ég veit a.m.k. til þess í mínu byggðarlagi. En það er það, að stofnaður verði lífeyrissjóður fyrir bændur, eitthvað í líkingu við það, sem sumar stéttir hafa þegar komið á hjá sér fyrir löngu, — lífeyrissjóður með einhverju móti af framlagi bænda í stofnlánadeildina, sem gæti siðan greitt út til bænda, þegar aldur færist yfir þá. Segjum, að hugsanlegt væri, að hægt væri að greiða til bænda eftir ca. 5–6 ár, þeirra elztu, allverulegar upphæðir, sem yrðu viðbót við það, sem almannatryggingarnar greiða frá sér. Ég þori ekki að fara með tölur í þessu sambandi, vegna þess að þetta mál er ekki nægilega athugað, en þessi hugmynd hefur verið að brjótast um í mér nú síðustu dagana, að rétt væri að hreyfa þessu máli í sambandi við lausn á lánamálum og hið nýja frv., sem nú liggur fyrir um stofnlánadeildina. Ég hef rætt þessa hugmynd m.a. við hæstv. landbrh., og ég veit til þess, að hann er henni mjög hlynntur. Ég hef einnig rætt það við nokkra aðra áhrifamenn, og get ég sagt hið sama um þá. En eins og þetta mál er aðkallandi nú að leysa, áður en þessu þingi lýkur, þá hef ég ekki treyst mér til þess að hreyfa þessu í frumvarpsformi eða í brtt. við þetta frv., vegna þess að það er ekki nógu vel hugsað og þarf að sjáifsögðu alllangan undirbúning, því að öll mál þurfa mikinn undirbúning hér á hv. Alþingi, það hef ég sannreynt. En ef hægt væri að leysa þetta áhugamál, sem ég veit að er brennandi áhugamál á meðal margra bænda og hefur verið lengi, þá teldi ég mikið unnið. Ég varpa þessari hugmynd fram hér, ekki til umr. í þessari hv. deild, heldur til umr. og athugana á meðal bændastéttarinnar yfirleitt og þeirra manna, sem vilja fyrir hana vinna, og þá gæti maður vænzt einhverra framkvæmda, áður en langt um liður, og þessu máli mun áreiðanlega verða haldið vakandi á næstunni.

Þó að meiri hl. landbn. geti ekki, eins og sakir standa, lagt til að taka nokkurn tekjustofn út úr þessu frv., er mér persónulega ljóst, að 1% gjald á búvörur er dálítil upphæð fyrir bændur, því að þeir eru margir hverjir tekjulitlir. En ég tel það samt aukaatriði, samanborið við þann feng, sem er að því, að frv. nái fram að ganga, fyrir alla bændur, en stofnlánadeildin, sú sem fyrirhuguð er, þolir ekki rýrnun á þeim tekjum, sem henni eru ætlaðar með frv., og ef farið væri að hrófla við einhverjum lið í þessu frv., þá er hinum liðunum hætt og jafnvel öllu frv. í heild, en eins og ég hef þegar tekið fram, tel ég mjög nauðsynlegt, að bað nái fram að ganga, áður en þingi lýkur að þessu sinni.

Meiri hluti landbn. flytur eina brtt. við 12. gr. Við nánari athugun hef ég ákveðið að taka þessa brtt. aftur til 3. umr. og athuga 12. gr. betur. Enn fremur hefur minni hl. n. flutt brtt. annars efnis við 12. gr., og ég hefði álitið, að það væri einnig eðlilegt, að afgreiðsla þeirrar brtt. biði til 3. umr. Annars ráða minnihlutanefndarmenn því. En ég hefði frekar óskað eftir því, að þeir tækju hana einnig aftur til 3. umr.

Að svo mæltu tel ég ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta frv. En ég vil endurtaka það, að hér er svo myndarlega á tekið máli, að það væri afar slæmt, ef þetta nauðsynjamál verður dregið inn í pólitísk átök, svo að það máske dagi uppi á þessu þingi. Ég vil vænta þess, að þessi deild geti komið sér saman um það að samþ. frv. í aðalatriðum eins og það liggur hér fyrir.