05.04.1962
Neðri deild: 84. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1770 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

170. mál, Stofnalánadeild landbúnaðarins

Karl Guðjónsson:

Herra forseti. Það frv., sem hér er til umr., hefur að vonum vakið mikla athygli, og menn hafa látið uppi álit sitt um það, fleiri menn en gjarnan er títt um minni háttar frumvörp, enda er það fullkomlega þess vert, að því sé allur gaumur gefinn.

Það er talið, að árið 1957, á verðlagi þess árs, hafi um það bil 2.6 milljarðar króna verið fjárfestir í landbúnaði, en það svarar til þess að vera um 35% af öllu því fjármagni, sem fest er í framleiðsluatvinnugreinum á Íslandi. Af þessu leiðir, að til þess að þessi atvinnurekstur landbúnaðarins geti gengið og þurfi ekki sífellt að vera í fjárþurrð, þá verða þeir sjóðir, sem eiga að styðja að Þeirri fjárfestingu, sem hér er orðin, að vera öflugir. Á hinn bóginn er það á allra vitorði, að þeir sjóðir, sem þetta frv. fjallar um, ræktunarsjóður og byggingarsjóður sveitanna, hafa verið langt frá því að geta talizt öflugir í nokkru hlutfalli við fjárþörfina, sem í þessari atvinnugrein hefur verið. Þessir sjóðir hafa haft litlar fastar tekjur árlega, en mest bjargazt við frá ári til árs á lánum teknum í útlöndum að verulegu leyti, en það fé hefur verið lánað út innanlands, og svo, þegar stjórnarvöld landsins hafa framkvæmt gengisfellingar, hafa skuldirnar erlendis bólgnað mjög út og árangurinn orðið sá, að þessir sjóðir hafa sífellt rýrnað, unz svo var komið eftir þær gengisfellingar, sem nú hafa verið framkvæmdar, að þessir sjóðir voru orðnir með neikvæðan höfuðstól, þ.e.a.s. áttu ekki lengur fyrir skuldum. Það var því augljóst, að til einhverra öflugra ráða hlaut að verða gripið af ríkisvaldsins hálfu, ef ríkisvaldið ætlaði ekki að horfa upp á það með köldu blóði, að þessi atvinnuvegur hætti allri framþróun, hann legðist í kaldakol.

Upp úr þessum jarðvegi er það frv. sprottið, sem hér liggur fyrir. Ég er þeirrar skoðunar, að um það hafi margt verið sagt af málsaðilum um of, bæði af ágæti þess og einnig hafi verið tekið of djúpt í árinni um þá ágalla, sem á frv. eru, en þeir eru líka augsýnilegir margir.

Ég tel, að þetta frv. feli í sér fjögur meginatriði. Það er ekki meining mín að gera frv. svo mjög í smáatriðum að umræðuefni við þessa umr. málsins, og vil ég leyfa mér að fara örfáum orðum aðeins um fjögur meginatriði þess.

Það er í fyrsta lagi, að það á að slengja saman í einn sjóð ræktunarsjóði og byggingarsjóði sveitanna, og eftir sem áður á sá sjóður, sem upp úr þessu sprettur, að vera deild í Búnaðarbanka Íslands. Þetta atriði er að sjálfsögðu ekki mjög mikilvægt og er miklu frekar um form en um efni. Það getur orkað tvímælis, hvort nokkur ávinningur er að þessu, sparnaður er það a.m.k. ekki á fyrstu stigum málsins, þar eð það fer að vissu leyti eftir framkvæmd málsins, en ætla má, að við þetta muni fara forgörðum nokkur verðmæti. Þessar tvær deildir eru þegar með nokkur gögn til sinnar afgreiðslu hvor um sig, sem gera má ráð fyrir að ekki notist, eftir að búið er að leggja Þessa sjóði hvorn um sig niður. En að sjálfsögðu er þetta ekki stórvægilegt atriði, og geri ég það ekki frekar að umræðuefni.

Í öðru lagi er ráðgert, að af ríkisvaldsins hálfu verði sjóðunum lagðar til 60 millj, kr. eða rösklega það nú þegar til þess að mæta þeim vanda, sem skapazt hefur, með því að sjóðirnir eiga nú 34 millj. kr. minna en ekki neitt og eru Þar af leiðandi óstarfhæfir. Þetta framlag er að sjálfsögðu allra góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. En það er líka alveg óhjákvæmilegt, til þess að hægt sé að byrja einhver störf í þá átt að ná sjóðunum burt úr þeim rekstri, sem þeir hafa verið í, að þeim verði séð fyrir einhverju byrjunarfjármagni, og tel ég það ótvírætt til bóta, að svo er farið að sem gert er ráð fyrir í 3. gr. frv., að leggja sjóðunum til það fé, sem þar um ræðir. Það er að sjálfsögðu umdeilanlegt, hvort þetta sé nægjanlegt, því að vissulega væri þörf fyrir miklum mun meira, og hér er því um æ ræða vanda, sem verður að sjálfsögðu að fara nokkuð eftir efnum, hvernig hægt er að bregðast við. Þó er það mín skoðun, að í þessu sé farið fremur van en of um framlag til sjóðanna, enda hygg ég, að mörg rök mæltu með því, að hér væri þeim lagt meira til, Þ.e.a.s., að af gengishagnaði yrði þeim lögð til drýgri fjárfúlga en ráðgert er.

Það, að sjóðirnir standa svo illa sem raun ber vitni um, er, eins og ég hef áður drepið á, fyrst og fremst afleiðing af stjórnarráðstöfunum. Rekstrarfé sjóðanna hefur einkum verið erlent. Þeir hafa að vísu fengið öðru hverju slurk af tekjuafgangi ríkissjóðs, þegar hann hefur orðið, og það hefur bjargað Þeim frá ári til árs. En þegar þeir fengu Þau stóru skakkaföll, sem „viðreisnin“ skapaði þeim, urðu þeir gjaldþrota. Þetta frv. mætti því í rauninni heita: Frv. til viðreisnar á afleiðingum viðreisnarinnar, því að sú er meining þessa.

Hver á þá að borga brúsann? Ég hef farið fáeinum orðum um það, hvernig leggja á sjóðunum til nokkurt stofnfé, en hinar árlegu tekjur, sem á að bæta við tekjur sjóðanna, felast í 4. gr. frv., en þar er ráðgert, að tekjur þeirra verði auknar um röskar 20 millj. kr. árlega. Tekjur þeirra verði framlag ríkissjóðs, sem á fjárlögum er 4 millj. kr. og er óbreytt frá því, sem ráðgert hefur verið. í öðru lagi, að 1% verði lagt á söluvörur landbúnaðarins og það eina prósent skuli koma til frádráttar frá tekjum bændanna sjálfra, en fáist ekki upp borið í hækkuðu verðlagi, og að ríkissjóður leggi jafnháa fjárfúlgu á móti þessu. Miðað við framleiðslu s.l. árs er hér um að ræða, að 1% gjaldið gefi um það bil 8 millj. og að ríkissjóður leggi þá fram aðrar 8, en 5 eða 51/2 millj. er ráðgert að taka í hækkuðu verði á landbúnaðarvörum, þ.e.a.s. láta neytendur borga það. Þessar 25 millj., sem þannig fást, eiga þá að vera uppistaðan í þeirri viðreisn, sem hér er fyrirhuguð til þess að bæta upp viðreisn ríkisstj.? Hver er sanngirnin í þessari álagningu? Það er sem sagt þriðja meginatriði þessa frv., að það á að útvega sjóðnum nýjar tekjur.

Um 1% gjaldið, sem bændur eiga að greiða, vildi ég segja þetta: Með viðreisnarframkvæmdum ríkisstj., sem hún svo kallar, hefur verið mjög þrengt fyrir dyrum um kost bænda. Það leynir sér ekki, að búskapur er nú lítið eftirsóknarverður atvinnuvegur. Það sést ekki hvað sízt af því, að straumur fólks liggur úr sveitunum, svo að ekki verður um deilt. En svo var þó ekki á tímabili, áður en viðreisnarinnar fór að gæta. Það er því ekki blöðum um það að fletta, að þetta 1% gjald kemur á aðila, sem illa mega við því að greiða það. Nú vill hæstv. ríkisstj. að sjáifsögðu láta liggja að því, að 1% gjald á búrekstur sé ekki það, sem skipti sköpum um það, hvort búskapurinn sé mögulegur eða ekki. Það má vel vera, að mörg bú standi ekki svo tæpt og þau þoli 1% gjald. En ég hef þegar vikið að því, að búskapurinn yfirleitt sem slíkur stendur mjög höllum fæti, hann stendur tæpt. 5.5 millj. kr. gjaldið, sem á að leggjast á neytendur, kemur einnig ofan á mjög rýrðan fjárhag allra launþega í landinu, en Þeir eru stærsti hlutinn af neytendahópnum. Þeir eiga þess vegna ákaflega erfitt með að greiða þetta gjald. Hér stendur því til að taka af bændum og neytendum 13 eða 14 millj. kr., sem meginþorri manna, bæði í bændastétt og einnig meginþorri neytenda, á mjög óhægt með að gjalda. Á hinn bóginn dynur hér í blöðum og úr þessum ræðustól næstum því dögum oftar söngur um það, að afkoma þjóðarinnar, afkoma ríkissjóðs og yfirleitt sú afkoma, sem ríkisstj. telur sig stjórna, sé ágæt. Ég get Þess vegna ekki betur séð en með rökum ríkisstj. sjálfrar um Það, að 1% steypi ekki góðum búskap, væri hægt að leggja 1% á búskap ríkisins, á ríkissjóð. Og ef tekið væri 1% af tekjum ríkisins í staðinn fyrir að taka 1% af tekjum bænda og 51/2 millj. af neytendum, mundu fást ekki bara 13–14 millj., heldur 17–18, ef maður reiknar með því, að áætlanir fjárlaga standist. Ég teldi þess vegna langtum nær að leggja Þetta prósent á þann, sem telur sig ekki hafa ástæðu til að barma sér, heldur en á hina, sem kannske barma sér ekki svo mjög, en reynslan sýnir, að ganga frá búum sínum unnvörpum, þannig að Þessi atvinnugrein dregst saman að því leyti, að jarðir leggjast í eyði. Ég vil ekki heldur draga í efa, að frásagnirnar um góða afkomu ríkissjóðs og ríkisbúskaparins yfirleitt séu réttar og sannar. Það segir sig alveg sjálft, að Þegar hætt er, — ja, Það er kannske fulldjúpt í árinni tekið að segja, að hætt sé að reisa íbúðarbyggingar, en Það hefur minnkað a.m.k. um helming eða 2/3, og þegar álíka samdráttur hefur orðið í smíði fiskiskipa, fiskverkunarstöðva, Þá var auðvitað ekkert eðlilegra en Þau verðmæti, sem að öllu normölu hefðu til Þessa farið, safnist einhvers staðar fyrir, og Það er tilgangur „viðreisnarinnar“ að safna fé í hlöður, láta dragast saman framkvæmdir í landinu, en láta peningana hins vegar dragast saman í sjóði og bankapakkhús. Þá Þætti mér vera viturlegra að sleppa niður bæði Þessu 1% gjaldi á bændur og einnig gjaldinu, sem neytendum er ætlað að bera, og lofa Þeim stóra ríkissjóði að taka á síg 1% og prófa Það Þannig hjá Þeim bóndanum, sem fyrir Þeim málum sér, hvort hann munar um Það að leggja á sig 1% gjald.

Þá hef ég farið örfáum orðum um Þrjú meginatriði Þessa frv. En eitt atriði er það þó í þessu frv., sem ég vil einnig telja til meginatriða og minna hefur verið rætt í umr. um málið en þau, sem ég hér hef gert að umtalsefni. Það er það atriði, sem felst í 12, gr. frv., en þar er gert ráð fyrir því, að þessi stofnlánadeild geti tekið fé að láni erlendis, en geri hún lað og láni lað út innanlands, Þá gilda um það þessar reglur: Eigi er stofnlánadeild heimilt að endurlána erlent lánsfé nema með gengisákvæði, enda gangi slík lán fyrst og fremst til vinnslustöðva og vélakaupa. Rökstuðningur ríkisstj. fyrir Þessu er sá, að fé, sem lagt er í vélar, vinnslustöðvar eða önnur þess háttar verðmæti, vaxi líka í sama hlutfalli og hin erlenda skuld, ef um gengisfellingu eða rýrnun íslenzkra peninga væri að ræða. Út af fyrir sig mótmæli ég ekki þessu. En hinu vil ég fyrir mitt leyti mótmæla, að Það sé tekið í lög á Íslandi, og ég minnist þess ekki, að það hafi verið áður gert, að það hafi áður verið samþ. lög eða lögð fram lagafrumvörp hér á Alþingi, þar sem það er skylda að lána út fé á Íslandi af opinberum aðilum í rauninni ekki í íslenzkum krónum, heldur í erlendum gjaldeyri. Með þessu ákvæði, að eigi sé heimilt að lána erlent lánsfé hér á landi út frá stofnlánadeild landbúnaðarins nema með gengisákvæði, er í rauninni verið að lána erlenda mynt út úr stofnuninni. Það er enginn eðlismunur á því. Og ég vildi aðeins vekja athygli á Því, hvar við stöndum, ef við ætlum almennt að taka upp Þetta ákvæði í lög. Hvers virði er okkur þá að hafa sjálfstæða mynt? Við skulum hugsa okkur, að það liggur fyrir dyrum, að verkalýðshreyfingin þarf að semja um kaup sitt og kjör á næstunni. Hennar samningum hefur verið sagt upp. Væri þá ekki alveg eins eðlilegt, að hún semdi bara um kaup í dollurum eða pundum eða dönskum krónum eða með ákvæði um Það, að sú fjárhæð, sem samið yrði um í íslenzkum krónum, skyldi breytast í hlutfalli við gengi einhverrar erlendrar myntar? Ég sé ekki annað en það að lögtaka ákvæði um, að óheimilt sé að lána íslenzka peninga með venjulegum íslenzkum skilyrðum, sé skref að því að leggja niður sjálfstæðan myntfót hjá þjóðinni. Ég er þess vegna algerlega mótfallinn Þessu atriði, og ég vildi mælast til þess, að allir, sem hlut eiga að máli, hugleiddu einmitt þetta atriði málsins, því Þó að viss rök hnígi að því, að Þetta sé ekki algerlega óeðlilegt á þeim tímum, sem hæstv. núv. ríkisstj. hefur leitt yfir okkur, þannig að við megum kannske eiga von á því að fá árlega gengisfellingar, — þá er þetta ekki algerlega úr öllu rökrænu samhengi, en með því að setja svona ákvæði í lög er í rauninni horfið frá því að nota íslenzka krónu sem myntfót í viðskiptum í okkar landi. Ég teldi eðlilegast, eins og raunar hv. framsóknarmenn hafa gert brtt. um, þegar málið var til meðferðar í Ed., að lánsákvæðin væru með Þeim hætti, að Seðlabanka Íslands væri falið að taka þau lán, sem Þessi deild Þyrfti á að halda af erlendu fé, og endurlána henni. Seðlabankanum hefur nú verið fengið valdið yfir gengisskráningu landsmanna, og það væri þá ekki nema eðlilegt, að hann fyndi það heitast brenna á sjálfum sér, ef hann breytti genginu, að hann stæði þá sjálfur í skuld fyrir Þeim erlendu fjárhæðum, sem teknar væru að láni í Þessu skyni.

Þetta eru þau atriði, sem ég vildi láta koma fram um afstöðu til frv. að svo komnu máli. Ég tel óhjákvæmilegt, að ráðstafanir séu gerðar til að reisa við Þann fjárhag, sem fjárfestingarsjóðir landbúnaðarins eiga við að búa. Ég er samþykkur Því, að þeir fái þau stofnframlög, sem um getur í 3. gr. frv. Ég er einnig samþykkur því, að þeim verði séð fyrir árlegum tekjuauka, eins og í 4. gr. er talað um, en þó ekki með þeim hætti, sem þar er ákveðið, að því er varðar gjald á bændur og neytendur. Og ég er algerlega andvígur Því, að frv. banni að nota íslenzka krónu til viðskipta á þessu sviði. En það er í rauninni það, sem gert er.

Að lokum skal ég láta þess sérstaklega getið, að um einstök og smærri atriði frv. mun ég áskilja mér allan rétt til þess að gera brtt, á síðari stigum málsins.