10.04.1962
Neðri deild: 89. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

170. mál, Stofnalánadeild landbúnaðarins

Eysteinn Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég vil fyrst fara fram á, að þessari umr. verði frestað. Mér finnst ekki hægt að halda Þessum fundi lengur áfram. Kl. er nú orðin 12, og það eru ákaflega fáir viðstaddir. Af hálfu stjórnarandstöðunnar hefur verið gert yfirleitt það, sem hægt er, til þess að greiða hér fyrir þingstörfum með ágætu samkomulagi við forsetana yfirleitt, — alveg framúrskarandi. Og ég vil því fara fram á bað við hæstv. forseta, að þetta góða samkomulag geti haldizt og að við verðum ekki neyddir til þess að fara að halda hér næturfund út af þessu máli, þar sem nær engir þm. eru viðstaddir, það gæti orðið samkomulag um að fresta þessari umr. og taka hana aftur síðar í tómi. Hvað mundi hæstv. forseti segja um þessa ósk? (Forseti: Umr. hafa nú staðið alllengi, og eins og nú standa sakir, er enginn á mælendaskrá, svo að það virðist ekki slæmt útlit um að geta lokið umr., en æskilegt væri Það, ef það væri hægt.) Mér finnst mjög óskemmtilegt að halda hér ræðu um miðja nótt. Við höfum ekki tafið umr. um þetta mál, eins og hæstv. forseti veit, við höfum enga tilhneigingu til þess, og yfirleitt höfum við viljað greiða fyrir því eins og hægt er, að þessu þingi gæti orðið lokið fyrir páska. En ég held, að það flýti ekkert fyrir því að fara að þvinga menn til þess að halda hér næturfundi með því, sem því fylgir. (Forseti: Er ekki rétt, að við gerum örstutt hlé og ræðum þetta utan fundar og freistum þess að ná samkomulagi?)