14.04.1962
Neðri deild: 92. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1836 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

170. mál, Stofnalánadeild landbúnaðarins

Eysteinn Jónsson:

Hæstv. forseti. Þegar þessu máli var frestað, hafði umr. staðið alllengi, 3. umr., og margt borið á góma, og bað hafði skeð, að hæstv. landbrh. hélt nærri tveggja tíma málþófsræðu í sínu eigin máli. Hygg ég þetta vera einsdæmi í þingsögunni. Hæstv. ráðh. kom ákaflega víða við, eins og gerist og gengur, þegar mál er rætt á Þessa lund, og hv. Þm. kannast við, og varð af því tilefni að sjálfsögðu til að ræða margt í sambandi við stjórnmálin almennt, ef hefði átt að taka ræðu hæstv. ráðh. alvarlega.

Um það leyti, sem hæstv. ráðh. hætti, var klukkan orðin langt gengin tólf. Ég fór þess þá á leit við hæstv. forseta, að hann héldi fundinum ekki lengur áfram en til klukkan 12, eða um það bil, og varð hæstv. forseti góðfúslega við þeirri ósk. Ég flutti fram þessa ósk vegna þess, að mér fannst það óviðkunnanlegt að efna til framhaldsumræðna um málið um hánótt, þar sem nær engir voru viðstaddir, og bað í framhaldi af þessari framkomu hæstv. ráðh. Sem sagt, hæstv. forseti varð góðfúslega við Þessari beiðni minni að fresta fundinum, og mun ég launa með því að tala örstutt núna.

Hér kemur líka til, að síðan hæstv. ráðh. lauk þessari frægu ræðu, hafa farið fram útvarpsumr. um stjórnmálin, þar sem þau hefur borið á góma almennt og margir þeir þættir, sem hæstv. ráðh. minntist á, verið ræddir til verulegrar hlítar. Ég sé þess vegna enga ástæðu til þess núna, eins og þau mál standa, að fara að karpa við hæstv. ráðh. um það, sem hann sagði almennt um stjórnmálin, og raunar alls ekki heldur um einstaka þætti þessa máls, því að þetta mál hefur líka verið rætt í þessum almennu umr., eins og hv. þm. kannast við.

Hér kemur líka til greina af minni hendi, að mér er það algerlega ljóst, að hæstv. ríkisstj. og meiri hlutinn hefur það á sínu valdi að gera þetta mál að lögum, og einnig hitt, að ég hygg, að vel færi á því, að þingi gæti lokið fyrir páska, en lítið mundi verða af því, ef stjórnarandstæðingar færu að temja sér þau vinnubrögð, sem hæstv. landbrh. lét sér sæma í þessu efni hér kvöldið góða.

Ég mun því láta þessa örstuttu aths. nægja, en aðeins bæta því við í lokin, sem er kjarni þessa máls og ég vil setja strik undir, áður en það verður afgr. sem lög, sem sýnilega er nú fyrirhugað, að þegar Framsfl, fór með þessi mál, var Þannig til stofnað, að lánin til framkvæmdanna voru veitt með 31/2–4% vöxtum og til 20 og til 25 ára. Það var lausn þessara lánamála. En núna á lausnin að verða sú, að menn eiga að borga 6–61/2% og lánstíminn að vera 15 ár í ræktunarsjóðnum, og ofan á þetta eiga menn svo sjálfir að leggja til 2% af launatekjum sínum. Ég hygg ekki vera fjarri lagi, að þetta sé líka rétt mynd af þeim aðbúnaði að landbúnaðinum, sem nú er, samanborið við það, sem áður var.