09.04.1962
Efri deild: 83. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í B-deild Alþingistíðinda. (1604)

223. mál, lántaka vegna Landspítalans

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Eins og hv. þdm. er kunnugt, hefur stækkun Landsspítalans lengi verið á döfinni. Miklar nýbyggingar þar hafa verið í smiðum. Byggingarnefnd Landsspítalans hefur nú að undanförnu athugað möguleika á því að hraða þessum byggingum, svo að unnt yrði sem fyrst að taka þær að verulegu leyti til notkunar, enda Þörfin svo mikil og brýn, að ekki þarf um það orðum að eyða. Nú er það till. byggingarnefndar Landsspítalans, að hún fái heimild til þess að taka 8 millj. kr. lán, 4 millj. í ár og 4 á næsta ári, til þess að hraða framkvæmdum, og er þá gert ráð fyrir, að vesturálmu Landsspítalans, sem í smíðum er, verði unnt að fullgera fyrir árslok 1963. Ríkisstj. virðist rétt að leggja til við Alþingi að verða við þessum tilmætum, og fyrir þá sök er þetta frv. flutt.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr, og hv. fjhn.

Ég ætla, að um þetta mál muni enginn ágreiningur verða, og vil beina þeim tilmælum til hv. n., að hún taki málið fyrir skjótlega, svo að það geti komið til 2, umr. á morgun.