10.04.1962
Efri deild: 84. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1848 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

223. mál, lántaka vegna Landspítalans

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, fjallar um heimild fyrir ríkisstj. til lántöku vegna nýbyggingar Landsspítalans. Ég sé ekki ástæðu til að rekja aðdraganda þess, að þetta frv. er lagt fyrir, frekar en gert er í grg. fyrir frv. og framsöguræðu hæstv. fjmrh. við 1. umr. málsins.

Fjhn. hefur haft frv. til athugunar, og eins og nál. hennar, sem útbýtt hefur verið, ber með sér, mælir hún með því, að frv. verði samþ., en einn nm., hv. 5. þm. Norðurl. e. (BjörnJ), var fjarstaddur, þegar n. afgreiddi málið.