14.04.1962
Neðri deild: 92. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1999 í B-deild Alþingistíðinda. (1699)

219. mál, Háskóli Íslands

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Mér sýnist þetta skynsamleg till. og ætla að greiða atkv. með henni. En af því að ég hef ekkert rætt um þetta mál, vildi ég um leið aðeins skjóta því að, beina því til hæstv. stjórnar, að mér finnst þetta ekki heppileg vinnubrögð, sem nú eru höfð og hafa verið höfð áður um breyt. á I. um háskólann og fjölgun starfsmanna þar. Fyrir tveimur árum var lagt fram frv. alveg á síðustu dögum þingsins um embættafjölgun þar, og nú kemur annað, líka alveg á síðustu dögum þingsins, og væri æskilegt, að öðruvísi væri að unnið í framtíðinni. Ég segi já.