28.03.1962
Neðri deild: 78. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2075 í B-deild Alþingistíðinda. (1727)

178. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. 2. minni hl. (Jón Skaftason) (frh.):

Herra forseti. í gær, þegar þingfundi var slitið rétt fyrir kl. 7, átti ég ólokið nokkrum hluta af framsöguræðu minni fyrir nál. mínu, sem lagt var fram í gær. Ég var að ræða um VI. kafla frv., sem fjallar um jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Ég hafði reynt að sýna fram á, að ákvæði kaflans um landsútsvör mætti ekki skilja Þannig, að með því ákvæði væri verið að leggja sveitarfélögunum nýjan tekjustofn, því að flestir þeir gjaldendur, sem nefndir væru í 17. gr. frv. sem gjaldendur landsútsvara, hefðu áður goldið sveitarútsvör í einni eða annarri mynd, og að ákvæðið um landsútsvör væri einungis um það, að útsvör þessara aðila skyldu nú skiptast eftir öðrum reglum en áður hefði verið. Ég hafði sömuleiðis lýst yfir fylgi mínu við þá meginstefnu, að rétt væri að leggja landsútsvör á vissa aðila, en reynt að sýna jafnframt fram á, að svo stutt mætti ganga í því að taka inn aðila sem gjaldendur landsútsvara, að þau gætu valdið verulegu óréttlæti. Og ég taldi, að eins og ákvæði 17. gr. frv. væru, Þar sem svo fáir aðilar eru teknir inn, þá skapaði það visst óréttlæti gagnvart hinum ýmsu sveitarfélögum. Ég hef fengið reiknað út, hvað ákvæðin um landsútsvör mundu hafa þýtt, ef þau hefðu verið í gildi á s.l. ári, þegar niðurjöfnun fór fram, fyrir ýmis sveitarfélög. Og langar mig til þess að lesa það upp, með leyfi hæstv. forseta:

Það sveitarfélagið, sem tapar stærstri fjárhæð á þessari breytingu, er 1300 íbúa hreppsfélag á Suðurnesjum, Njarðvikurhreppur, sem tapar við þessa breyt. 747 þús. kr. Reykjavík með um 75 þús. íbúa tapar á þessari breytingu 682 þús. kr. Seyðisfjörður tapar 148 þús. kr. Raufarhöfn tapar 109 þús. kr., Akureyri 110 þús. kr. og Siglufjarðarkaupstaður tapar 226 þús. kr.

Í hv. heilbr.- og félmn. fékkst samkomulag um það að taka inn viðbótarákvæði í frv., þar sem ráðherra væri veitt heimild til þess að bæta sveitarfélögum upp það tekjutap, sem þau yrðu fyrir vegna ákvæðisins um landsútsvar. Er þessi brtt. til mikilla bóta, ef notuð verður, og gæti dregið úr þessu óréttlæti.

Þegar frv. þetta var til umr. í heilbr: og félmn., mættu á fundi n. meðal annarra aðilar frá kaupstaðasamtökunum á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Þeir lögðu fram grg, fyrir nefndina, og segir svo í henni, með leyfi hæstv. forseta:

„Stjórn kaupstaðasamtakanna lýsir jafnframt undrun sinni yfir því, að ekki skuli gert ráð fyrir því í frv., sbr. 17. gr., að fleiri aðilar greiði landsútsvör og einkum bankar og tryggingafélög, sem reka viðskipti við landið allt, enda hafa þessir aðilar ávallt verið nefndir efstir á blaði í sambandi við hugmyndina um landsútsvar, Íslenzkir bankar og peningastofnanir hafa til þessa af lítt skiljanlegum ástæðum ekki verið útsvarsskyldir, þótt þeir hafi notið fyrirgreiðslu og þjónustu viðkomandi sveitarfélaga ekki síður en önnur fyrirtæki, sem útsvarsskyld hafa verið. Bankar eru í eðli sínu verzlunarstofnanir, enda gjaldskyldir til opinberra þarfa í flestum löndum, sbr. t.d. upplýsingar í grg., sem prentuð er sem fskj. með téðu frv. Sú staðreynd, að flestir íslenzkir bankar eru ríkisstofnanir, breytir hér engu. Frv. gerir einmitt ráð fyrir, sbr. 17. gr., að verzlunarstofnanir ríkissjóðs verði landsútsvarsskyldar.“

Við 2. umr. þessa frv. hafa komið fram nokkrar brtt. frá ýmsum þm., þar sem þeir leggja til, að sumir þeirra aðila, sem ráðgert er að greiði landsútsvör, verði undanþegnir því. Hyggjast þeir með þessum tillöguflutningi vafalaust reyna að firra þau sveitarfélög, sem þeir bera mest fyrir brjósti, því að verða fyrir tekjutapi vegna ákvæðanna um landsútsvar. Ég teldi það réttari leið og í samræmi við það, sem ég áður hef sagt, að fjölga heldur gjaldendum landsútsvara umfram það, sem ráðgert er með frv., heldur en að tína út úr því nokkra aðila og mundi það að sjálfsögðu leiða m.a. til þess, að Þau sveitarfélög, sem nú verða fyrir mestum skakkaföllum, mundu fá þann tekjumissi uppborinn við það, að jöfnunarsjóðurinn fengi verulega auknar tekjur til sin, ef tili. mínar t.d. yrðu samþ. í deildinni, og þannig mætti firra þau tekjutapi.

Ég flyt á þskj. 511 brtt. við 17. gr. frv. um það, að teknir verði inn sem gjaldendur landsútsvara tryggingafélög og bankar, þ.e.a.s. Þeir viðskiptabankar, sem lögum samkv. verzla með gjaldeyri. Og við 18. gr. flyt ég sömuleiðis þrjár brtt. Sú fyrsta er um það, að í stað þess, að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins og sölunefnd varnarliðseigna greiði 5% af hagnaði sínum í jöfnunarsjóðinn, þá greiði þau 7%. Ef þessi brtt. yrði samþykkt, mundi hún þýða um 6.2 millj. kr. tekjuauka fyrir jöfnunarsjóðinn, sem rynni til sveitarfélaganna. Í öðru lagi flyt ég brtt. við 18. gr. um, að aftan við greinina bætist tveir nýir stafliðir. Hinn fyrri er um það, að tryggingafélög greiði 3/4% af iðgjaldatekjum sínum í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Eftir upplýsingum, sem ég hef aflað mér um iðgjaldatekjur tryggingafélaga á s.l. ári, þykir mér ekki ósennilegt, að samþykkt Þessarar brtt. mundi þýða um 2.5 millj. til 3 millj. kr. tekjuauka fyrir jöfnunarsjóðinn. — Þriðja efnisbreyting mín er sú, að ég legg til, að bankar þeir, sem verzla með erlendan gjaldeyri, skuli frá ársbyrjun 1963 greiða í jöfnunarsjóð sveitarfélaga 50% af heildartekjum sínum vegna mismunar sölugengis og kaupgengis gjaldeyris, svo og 50% af Þóknun (provision) Þeirri, er þeir taka af viðskiptamönnum sínum fyrir þjónustu við yfirfærslu fjár til útlanda eða aðrar greiðslur erlendis, sbr. 12. gr. 1. nr. 4 frá 1960. Frá sama tíma hætti gjald þetta að renna í ríkissjóð. í fjárlögum fyrir árin 1961 og 1962 eru tekjur ríkissjóðs af þessari starfsemi gjaldeyrisbankanna áætlaðar um 15 millj. kr. hvort árið, þannig að ef þessi brtt. fengist samþykkt, Þá mundi hún væntanlega þýða, að tekjur jöfnunarsjóðsins af landsútsvörum mundu aukast um 15 millj. kr.

Þessar þrjár brtt., sem ég hef flutt við þessar tvær greinar frv., mundu þannig þýða um 23.7 millj. kr. tekjuauka fyrir jöfnunarsjóð sveitarfélaganna, og hygg ég, að ef Þær fengjust samþykktar, þá mundi hlutur sveitarfélaganna úr jöfnunarsjóði hækka mjög verulega frá því, sem nú er, og ég tel útilokað, að nokkurt sveitarfélaganna geti orðið fyrir tekjumissi út af Þeim breyt., sem fyrirhugaðar eru í sambandi við landsútsvörin.

Eins og ég las hér upp áðan, geri ég ráð fyrir, að tekjur gjaldeyrisbankanna renni til jöfnunarsjóðsins frá ársbyrjun 1963. Þetta geri ég vegna Þess, að að sjálfsögðu er reiknað með Þessum tekjulið í sambandi við fjárlög 1962, og er því eðlilegt, að breytingin verði ekki fyrr en þetta fjárhagsár er liðið.

Við IV. kafla frv. hef ég ekki svo fleiri athugasemdir að gera og vík þá máli mínu að næsta kafla, sem er um útsvör. Meginbreytingin, sem þar er að finna, er sú, að nú á að lögbjóða einn og sama útsvarsstiga um allt land á tekjur einstaklinga. Ég tel þessa breytingu tvímælalaust til bóta og tel, að hún hefði átt að vera komin fyrr. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að í því fælist viss tegund af siðleysi að skattleggja menn mjög misjafnlega til hinna ýmsu sveitarfélaga, eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Og ég hef tvívegis ásamt fleiri þm. flutt þáltill. um það, að undirbúin verði lagasetningu eða frv., sem gangi m.a. í þessa áttina. Því fagna ég Þessari breyt., sem hér á að gera í sambandi við útsvarsstigann.

Ég hef eina brtt. flutt við ákvæði 32. gr., og efnislega gengur sú breyt. út á, að fjölskyldufrádráttur frá og með fjórða barni skuli hækka um 200 kr. frá því, sem er í frv. Ég hygg, að hér sé um fullkomið sanngirnismál að ræða, miðað við þær miklu breytingar, sem hafa orðið í sambandi við skattheimtu ríkissjóðs á seinustu árum, þar sem í æ ríkara mæli hefur verið lagt út á þá braut að innheimta tekjur ríkisins með óbeinum sköttum, þ.e.a.s. í tolli og með sölusköttum. Þetta hefur að sjálfsögðu leitt til þess, að barnmörgu fjölskyldurnar í landinu hafa orðið verr úti við þessa skattheimtu en áður var. Því tel ég, að Það sé sanngirnismál að auka persónufrádrátt barnmörgu fjölskyldanna frá því, sem frv. gerir ráð fyrir.

Að endingu vil ég víkja örfáum orðum að kafla þeim, sem fjaliar um álagningu útsvara og innheimtu o.fl. Fram hefur komið brtt. um að feila Þann kafla alveg niður. Ég tel, að það sé eðlilegt, að landinu sé skipt niður í skattstjóraumdæmi, eins og ráðgert er að gera. En gallinn á því er sá, að skattaumdæmin eru allt of stór, að mínu viti, og vegna Þess, hvað þau eru ákveðin stór, þá rísa ýmis vandamál, sem m.a. frsm. 1. minni hl. heilbr.- og félmn. vék hér að í gær, — ýmis vandamál, sem hægt væri að komast hjá, ef skattaumdæmin væru smærri. En þetta atriði heyrir raunar til öðru frv., þannig að ég mun ekki fara nánar út í það nú, en vil þó lýsa þessari skoðun minni, að ég tel eðlilegt, að landinu sé skipt í skattstjóraumdæmi, en smærri en ráðgert er að hafa.

Um Þær brtt., sem ég flyt ásamt þrem meðnm. mínum á þskj. 462, þarf ég lítið að ræða. Þær hafa verið skýrðar hér allar, en tvímælalaust eru þær mjög til bóta frá Því, sem frv. var í upphafi.

Ég hef nú lokið við að lýsa afstöðu minni til frv. og vikið að þeim brtt., sem ég hef flutt. Ég tel Þær svo mikilvægar, að ef þær fást ekki samþykktar í hv. deild, þá treysti ég mér ekki til þess að greiða frv. í heild atkv., þó að ég viðurkenni, að ýmis ákvæði þess séu mjög til bóta frá því, sem verið hefur.