09.04.1962
Efri deild: 85. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2130 í B-deild Alþingistíðinda. (1754)

178. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. meiri hl. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls hér í d. lýsti hv. 1. þm. Vesturl. þeim brtt., sem hann nú hefur flutt, og mæltist til þess, að heilbr.- og félmn. tæki þær til athugunar á milli umræðna.

Það hefur verið leitað álits formanns þeirrar n., sem samdi tekjustofnafrv., ráðuneytisstjórans í félmrn., og hann réð eindregið frá, að slík brtt. yrði samþykkt. Meiri hl. heilbr.- og félmn. telur sig því ekki geta samþ. þessar brtt.

Það má segja, að öll frávik frá þeirri reglu, að skattstjórar leggi á aðstöðugjald og útsvör, séu til þess fallin að koma í veg fyrir þá samræmingu á framkvæmdinni í álagningu þessara gjalda, sem er ein meginstefna þess frv., sem hér liggur fyrir, og auk þess er eðlismunur á þessum gjöldum, sem hér er um að ræða, annars vegar útsvörum, hins vegar aðstöðugjaldi. Aðstöðugjaldið er allstrangt gjald, Þannig að því er ekki gefin heimild til þeirra frávika, sem í ýmsum tilfellum er hægt að beita við álagningu útsvara, eins og fram kemur í, að ég ætla, 33. gr. frv.

Niðurstaða þessarar athugunar er sú, að meiri hl. getur ekki mælt með samþykkt brtt.