12.04.1962
Neðri deild: 90. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2131 í B-deild Alþingistíðinda. (1758)

178. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Gísli Jónsson:

Hæstv. forseti. Þetta mál hefur tekið breyt. í Ed., og ég vildi leyfa mér að fara þess á leit við hæstv. forseta, að málið verði tekið út af dagskrá, svo að heilbr.- og félmn. þessarar d. fái tækifæri til að athuga breytingarnar. Ég hef rætt þetta við hæstv. fjmrh., og hefur hann ekkert á móti því, að slík meðferð verði höfð á málinu, og þykir honum það eðlilegt. Ég skal hins vegar sjá um, að málið verði tekið strax fyrir í n., svo að taka megi málið á dagskrá á morgun hér í deildinni. Ég vænti þess, að hæstv. forseti fallist á það.

Forseti tók málið af dagskrá, og á sömu leið fór á 91, fundi í Nd., 13. apríl.