14.04.1962
Neðri deild: 92. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2135 í B-deild Alþingistíðinda. (1765)

178. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Jón Hjartansson:

Hæstv. forseti. Ég gat ekki orðið sammála meðnm. mínum um afgreiðslu þessa máls. Ég vil afgr. frv. óbreytt eins og það kom frá Ed. Brtt. þær, sem hér liggja fyrir, brtt. á þskj. 755 frá Gísla Jónssyni o.fl., ég held, að hún geti gert sveitarfélögum ákaflega erfitt fyrir um álagningu aðstöðugjalds og það sé þess vegna varasamt að samþ. slíka till. Hin till. á þskj. 754 er að vísu ekkert annað en að færa í sama horf eins og frv. var, þegar það fór hér úr d. En ég sé fyrir mitt leyti ekki ástæðu til þess að hrekja málið milli deilda til þess að breyta þessu aftur, og þar af leiðandi legg ég til, að sú till. verði einnig felld. Og alveg sama máli gegnir um till. á þskj. 753, þar sem ég legg til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir frá Ed.