17.04.1962
Efri deild: 94. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2216 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

217. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Hæstv. viðskmrh. gat þess, að síðan þessi heimild hefði verið notuð um innflutning bifreiða, hefðu eingöngu komið til greina bifreiðar frá vöruskiptalöndum. Ráðh. gat þess ekki, hvort sá háttur mundi á hafður nú á þessu ári, og vildi ég mega spyrja hann um það, hvort sá háttur verði hafður á, að það komi einungis til greina þær bifreiðar, sem koma frá vöruskiptalöndum, en aðrar ekki. Það sýndi sig á s.l. ári, að það var þörf á miklu fleiri bifreiðum í þessum tilgangi en lagaheimildin náði til. Þess vegna vildi ég aðeins geta þess, hvort ekki væri ástæða til þess að hækka bifreiðatöluna samkv. þessari lagaheimild nú, þar sem það sýndi sig, að heimildin var ekki fullnægjandi á s.l. ári, því að það er ekki bundið við það endilega að úthluta jafnmörgum bifreiðum og lagaheimildin nær til. Það skilst mér, að hæstv. ríkisstj. hafi í sinni hendi og viðkunnanlegra en að afla heimildar fyrir innflutningi ári síðar en hann hefur átt sér stað.