13.03.1962
Efri deild: 63. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2313 í B-deild Alþingistíðinda. (1947)

139. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. r1t af þeirri aths., sem fram kom frá hv. 4. þm. Vestf. (SE) og er á fullum rökum reist, þá hefur fjhn. skotið á stuttum fundi og leggur hér fram brtt. við 33. gr., sem getur ekki orðið nema skriflega, og er hún svo hljóðandi: „Við 33. gr. Orðin „og varaskattstjóri sæti skattstjóra“ falli niður.“ Það er í samræmi við aðrar breyt., sem gerðar hafa verið í þessu efni. Við teljum það leiða af sjálfu sér, að skattstjórum verði skipaðir varamenn með einhverjum hætti. Leyfi ég mér þá að afhenda þessa brtt. hæstv. forseta.