14.04.1962
Efri deild: 89. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2415 í B-deild Alþingistíðinda. (2007)

225. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Jón Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég álít, að með samþykkt þessa frv., sem hér liggur fyrir, verði lögin frá 1915, sem banna verkföll opinberra starfsmanna, tiltölulega þýðingarlítil. Ég hefði þess vegna vel getað fallizt á að öðru jöfnu, að þau væru afnumin, um leið og þetta lagafrv. væri samþykkt. En á hinn bóginn er á það að líta, að þetta lagafrv. er grundvallað á samkomulagi milli ríkisstj. og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og einn þátturinn í því samkomulagi var sá, að lögin frá 1915 væru ekki afnumin. Bandalagið gerði þá kröfu, en ríkisstj. féllst ekki á hana, þannig að það er einn þátturinn í þessu samkomulagi, og þar sem ég vil ekki taka þátt í að rifta því, þá segi ég nei.