16.03.1962
Neðri deild: 68. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2473 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

141. mál, heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþykktir

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Þetta frv. er flutt að ósk borgarráðs Reykjavíkur. Með því er stefnt að því að suðvelda framkvæmd samþykkta heilbrigðisnefnda. M.a. eru sektir verulega hækkaðar og einnig leyfðar allháar dagsektir, ef samþykktum er ekki hlýtt eða þær brotnar. Heilbr.- og félmn. d. mælir einróma með því, að frv. verði samþykkt.