23.11.1961
Efri deild: 21. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (210)

11. mál, Parísarsamþykktin um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Fyrir frv. Þessu flutti hæstv. iðnmrh. ýtarlega framsöguræðu við 1. umr. Þess, svo að vart gerist nú þörf að skýra málið nákvæmlega. Meginefni frv. er, að Ísland gerist með samþykkt þess aðili að 60 þjóða samsteypu um verndun eignarréttinda á sviði iðnaðar. Þannig öðlast Íslendingar jafnréttisaðstöðu í öðrum aðildarríkjum um tiltekna lágmarksvernd með uppgötvanir sínar og önnur þau réttindi, sem Parísarsamþykktin svonefnda tekur til. Við samþykkt frv. Þessa verður sú breyting á, að í stað þess að Íslendingar, sem einhverja uppgötvun gera, verða nú að sækja um staðfestingu á einkaleyfum í öllum hugsanlegum löndum, þar sem markaður kynni að vera fyrir uppgötvunina sjálfa, þá sækir viðkomandi aðeins til eins aðila, þ.e.a.s. aðalskrifstofu þessara samtaka, sem er í Genéve í Sviss. Frv. felur því í sér stóraukið öryggi fyrir alla þá, er hagnýtar uppgötvanir kunna að gera í næstu framtíð. Kostnaður sá, er af samþykkt frv. hlýzt, 40 þús. kr. á ári, er næsta hverfandi, þegar litið er til þess öryggis og þeirrar verndar, sem frv. hins vegar veitir.

Iðnn. hefur rætt málið á tveimur fundum og leitað um það umsagnar, bæði hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda og Iðnaðarmálastofnun Íslands, en báðir þessir aðilar mæla með samþykkt frv. Eins og fram er tekið á þskj. 135, mælir nefndin einróma með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 3. þm. Vestf. (KJJ), var vegna veikinda fjarstaddur endanlega afgreiðslu málsins í nefnd.