16.04.1962
Efri deild: 91. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2531 í B-deild Alþingistíðinda. (2266)

216. mál, happdrætti Styrktarfélags vangefinna, lamaðra og fatlaðra og Sjálfsbjargar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta var flutt af heilbr.- og félmn. Nd. Heilbr.- og félmn. Ed. hefur athugað frv. og mælir með því, að það verði samþ., en efnislega fjallar frv. um, að árið 1962 skuli vinningar í happdrættum eftirtalinna félaga vera undanþegnir hvers konar opinberum gjöldum nema eignarskatti, en félögin eru Styrktarfélag vangefinna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg — landssamband fatlaðra og Krabbameinsfélag Reykjavíkur.

Að því er þrjú hin fyrst töldu félög varðar, þá er hér um framlengingu að ræða, en nýmæli að því er varðar Krabbameinsfélag Reykjavikur. Öll þessi samtök vinna gott og nytsamt starf í þjóðfélaginu, og það er eðlilegt, að ríkisvaldið létti undir fjáröflunarstarfsemi þeirra með því að undanþiggja vinninga í happdrættum þeirra skatti.