13.04.1962
Neðri deild: 91. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2531 í B-deild Alþingistíðinda. (2273)

226. mál, Framkvæmdabanki Íslands

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Hæstv. forseti. Eins og fram kemur í grg. þessa frv. á þskj. 744, flytur fjhn. málið að beiðni fjmrh. Það er þó rétt, að það komi fram, að einn fjárhagsnefndarmaður, Lúðvík Jósefsson, var ekki viðstaddur afgreiðslu málsins, svo að um það ríki ekki misskilningur.

Það er lagt til hér, að ábyrgðarheimildir þær, sem fjmrh. eru veittar í lögunum um Framkvæmdabankann, hækki um 400 millj. kr. En eins og segir í grg., er hér ekki um annað að ræða en að það þykir eðlilegt, að það séu opnar heimildir, eins og jafnan hefur verið, að vissu marki fyrir fjmrh, til að ábyrgjast lán Framkvæmdabankans, en þær eru um bað bil á þrotum, eins og nú standa sakir.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr.