17.04.1962
Efri deild: 94. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2539 í B-deild Alþingistíðinda. (2305)

227. mál, lán til þriggja skipasmíðastöðva

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur, eins og á þskj. 798 segir, rætt þetta frv. og samþ. að mæla með því óbreyttu. í upphafi var þetta frv. flutt vegna einnar skipasmíðastöðvar, þ.e. Stálvíkur, en í Nd. bættust tvær skipasmíðastöðvar við, þ.e.a.s. b- og c-liðir frv., og voru þær breytingar samþ. að tilmælum iðnmrh. og sjútvmrh. þar. N. mælir, eins og ég sagði, með því, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það er á þskj. 780.