04.04.1962
Neðri deild: 83. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2557 í B-deild Alþingistíðinda. (2346)

167. mál, lögskráning sjómanna

Fram. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Sjútvn. þessarar hv. deildar hefur haft þetta frv. til meðferðar á tveim fundum, og eru nm. sammála um að mæla með frv., en leggja til, að gerð verði á meginmáli frv. breyting, sem þó gerir enga efnisbreytingu á sjálfu frv. Tveir nm., þeir Gísli Guðmundsson og Geir Gunnarsson, áskilja sér rétt til að styðja og flytja tillögur um frekari breytingu á frv. Það var leitað, eins og fram kemur í nál., umsagnar Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambandsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins, Landssambandsins, Sambands ísl. tryggingafélaga, og mæltu þessir aðilar allir með því, að frv. yrði samþykkt.