15.12.1961
Neðri deild: 37. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í B-deild Alþingistíðinda. (236)

17. mál, dómsmálastörf, löglreglustjórn, gjaldheimta o.fl.

Frsm, meiri hl. (Einar Ingimundarson):

Hæstv. forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar og athugunar frv. til laga um dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimtu o.fl. í Reykjavík, og leggur meiri hl. n. til, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það kom frá hv. Ed., en þar var það upphaflega lagt fram og á því gerðar bar smávægilegar breytingar, aðallega varðandi skipan borgarfógetaembættisins í Reykjavík. Einn nm., hv. 11. landsk. Þm., er ósamþykkur frv. í einstökum atríðum, og leggur hann fram sérstakt nál. Eins og áður hefur verið lýst, er aðalefni frv. Þessa það, að lagt er til í því, að borgardómarar og borgarfógetar í Reykjavík verði hér eftir 5–7, í stað eins, eins og verið hefur til þessa, og verði einn þeirra yfirborgardómari við borgardómaraembættið og einn yfirborgarfógeti við borgarfógetaembættið.

Eins og í grg. með frv. segir, er fjöldi einkamála, sem rekin eru í Reykjavík, nú orðinn svo mikill, að þeir dómarar, sem um þau fjalla, hafa um margra ára skeið ekki getað annað því að fara með málin og dæma í þeim sjálfir, heldur falið fulltrúum sínum að gera það, og þar á meðal uppkvaðningu dóma í þeim. Nú, þegar skipan sakadómaraembættisins í Reykjavík hefur verið þannig breytt, að sakadómarar eru orðnir 3–5 í stað eins áður, verður að telja í alla staði eðlilegt, að þeir menn, sem fara með og dæma mál sjálfstætt, eigi að bera fullt dómaranafn og hafa réttindi og skyldur samkvæmt því, og gildir það að sjálfsögðu engu síður um einkamál en opinber mál.

Ég vil láta þess getið hér, að allshn. hefur borizt bréf frá Lögmannafélagi Íslands, dags. 6. þ. m., þar sem skorað er á nefndina að koma inn í frv. ákvæðum, sem banna dómurum og dómarafulltrúum að taka að sér lögfræðistörf. Hefur talsvert verið skírskotað til þessa bréfs af hálfu minni hl. nefndarinnar, hv. 11. landsk. þm. Það er að vísu rétt, að einhver brögð munu hafa verið að því, að dómarafulltrúar, bæði hér í Reykjavík og þó sérstaklega úti um land, hafi tekið að sér lögfræðistörf fyrir borgun. Þeir, sem kunnugir eru launakjörum þessara ríkisstarfsmanna, hljóta þó að viðurkenna, að þau séu ekki svo góð, að rétt sé að svo stöddu að banna þeim að taka að sér aukastörf beinlínis sér til lífsframdráttar, enda munu ekki hafa verið svo mikil brögð eða almenn að því, að dómarafulltrúar og stjórnarráðsfulltrúar tækju að sér slík störf, að stétt praktíserandi lögfræðinga stafaði beinn voði af því. Einnig er það álit meiri hl. nefndarinnar, að sé svo, að rétt sé að banna með öllu þessum starfsmönnum að taka að sér lögfræðistörf, — en ég fyrir mitt leyti er ekki tilbúinn til að samþykkja það að svo stöddu, — þá eigi slíkt bann fremur heima í lögum um meðferð einkamála í héraði en í þeim lögum eða því frv., sem hér er til umræðu, en frv. um meðferð einkamála í héraði hefur einmitt verið lagt fram á því Alþingi, sem nú situr.

Ég tel að svo stöddu ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta frv., en eins og ég áður gat um, leggur meiri hluti allshn, til, að það verði samþ. óbreytt eins og það kom frá hv. Ed.