13.04.1962
Sameinað þing: 55. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2669 í B-deild Alþingistíðinda. (2395)

Almennar stjórnmálaumræður

Menn verða að hafa í huga, að vaxtaákvarðanir og réttur Seðlabankans til þess að binda nokkurn hluta sparifjárins í Seðlabankanum eru ein veigamestu tæki til að geta stjórnað peningamálum landsmanna. Innstæðubinding hefur tvíþætt verkefni:

að Seðlabankanum gefist kostur þess að beina fjármagninu á hverjum tíma Þangað, sem þörfin er mest, og leggja grundvöll að styrkari gjaldeyrisstöðu út á við. Á hvorn tveggja þennan hátt hefur innistæðubinding sparifjár í Seðlabankanum verkað tvö s.l. ár. Hið bundna sparifé er ekki glataður fjársjóður, og eins og núv. ríkisstj. treystist til að lækka vexti aftur frá því, sem ákveðið var eftir setningu efnahagsmálalöggjafarinnar 1960 um 2%, eins má þess vænta, að hið bundna sparifé geti, þegar batinn í peningamálum er nógu traustur, orðið afl þeirra hluta, sem gera skal til uppbyggingar í þjóðfélaginu. Hef ég þá sérstaklega í huga eflingu íbúðalána til landsmanna. en íbúðalán á hverjum tíma grundvallast eðlilega á sjálfri sparifjármynduninni, og þannig var þessum málum skipað, þegar húsnæðismálalöggjöfin frá 1955 var undirbúin.

Núv. ríkisstj. og stuðningsflokkum hennar tókst farsællega að leysa landhelgisdeiluna á sínum tíma og hefur hlotið almennt lof fyrir. Sama máli gegnir um handritamálið sem segja má að sé í raun og veru til lykta leitt og mjög skammt undan, að við Íslendingar fáum þessa miklu fjársjóði aftur inn í land vort.

Ríkisstj. hófst handa á s.l. hausti að undirbúa nýjar ráðstafanir um löggjöf til almannavarna í landinu, en fjárframtögum og aðgerðum á því sviði hafði verið hætt í tíð vinstri stjórnarinnar. Þetta umfangsmikla mál hefur nýlega verið rætt hér í þinginu, og er það einnig kunnugt almenningi. Með afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár var í vetur einróma samþykkt að veita 1 milli. kr. til undirbúningsframkvæmda á þessu sviði, á móti framlögum frá sveitafélögum. Frv. um almannavarnir mun verða lagt fyrir næsta reglulegt Atþingi, strax og það kemur saman, en málinu var eins og kunnugt er, frestað núna með rökstuddri dagskrá eftir tillögu dómsmrh.. sem jafnframt lýsti því yfir, að hann mundi láta hefja undirbúning, svo að framkvæmdir af þessum slíkum þyrftu ekki að tefjast, og einnig, að ríkisstj. mundi afla sér heimilda með brbl. á milli þinga, ef þeir atburðir gerðust, að þess gerðist þörf og nægar heimildir væru ekki fyrir hendi.

Skattamálin og frv. að nýrri löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfétaga hafa verið með stærri málum þessa þings. Núv. ríkisstj. hefur gert veigamiklar breytingar á skattalöggjöfinni, þar sem margra ára misrétti hefur verið leiðrétt. Skattar á einstaktingum hafa verið lækkaðir stórlega á fyrri þingum, en skattar á félögum eru nú í því frv., sem fyrir liggur, færðir til réttlátara horfs. Bæjar- og sveitarfélögin hefur á undanförnum árum skort tilfinnanlega tekjustofna, og hefur það verið eitt mesta vandamál þeirra, á sama tíma sem nýjar álögur hafa iðulega verið lagðar á bæjar- og sveitarfélgin af hálfu Alþingis. Á þessu hefur nú fengizt eða fæst veruleg bót, í fyrsta lagi þegar bæjar- og sveitarfélögin fengu hluta af söluskattinum, og eins með þeim nýju reglum, sem nú er gert ráð fyrir að lögfesta varðandi landsútsvör og aðstöðugjöld til þessara aðila. Jafnframt er innheimtukerfi skatta og útsvara stórum endurbætt með nýrri og samræmdri skipan mála um gjörvallt land.

Launamál opinberra starfsmanna hafa nú komizt í nýjan farveg, eftir að ríkisstj. lagði fram frv. þar að lútandi og með samkomulagi við stjórn B.S.R.B. Launamálin hafa verið í hinum mesta ólestri og eitt mesta vandamál til úrlansnar á undanförnum árum, og það eru mikilvæg tíðindi, að takast megi að koma nýrri og heilbrigðari skipan á þau mál.

Öll eru þau mál, sem ég nú hef nefnt, umfangsmikil og hafa tekið langan tíma í undirbúningi hjá ríkisstj. og veitt Alþingi ærin verkefni.

Á s.l. ári var sjávarútvegi landsmanna veittur veigamikill stuðningur með því að breyta lausaskuldum útvegsins í viðskiptabönkunum í löng lán hjá stofnlánadeild sjávarútvegsins. Útgerðin átti mjög í vök að verjast vegna lánsfjárskorts undanfarinna ára til fjárfestingar og uppbyggingar, og var það ein af meginorsökum þess, að lausaskuldir söfnuðust fyrir. Á þessu hefur nú verið gerð grundvallarbreyting. Það hafa verið metnar upp til samræmds mats altar eignir útgerðarinnar í landinu, og menn hafa fengið hliðstæða og sambærilega aðstoð til langra lána. Með þessu móti er rekstrargrundvöllur útgerðarinnar allt annar en áður, og þó að útgerðarmönnum finnist oft, að þeir búi við mikinn rekstrarlánaskort, þá er hitt þó miklu veigameira, að þeir hafi góða aðstöðu til nægjanlegra stofnlána, en rekstrarlánin takmörkuð, eftir því sem kostur er, því að með því móti verður útgerðin öll frjálsari og sjálfstæðari en áður var, þegar allar afurðir voru svo að segja veðsettar 100% í bönkunum.

Samhliða þessu hafa bændur fengið eða eru að fá tilsvarandi aðstoð, að breyta lausaskuldum þeirra í lengri lán, og mun Alþ, afgr, það mál. áður en lýkur, en Búnaðarbankinn hefur haft forgöngu um undirbúning hinna lengri lánveitinga.

Á s.l. ári voru þessi lengri lán til útgerðarinnar um 300 millj. og er þó ekki enn lokið, en óvíst er um. hversu háum upphæðum þessar lánabreytingar hjá bændum munu nema.

Iðnaður landsmanna hefur því miður ekki notið tilsvarandi aðstoðar, enda þótt ríkisstj. hafi haft forgöngu um að útvega iðnlánasjóði á s.l. ári um 20 milli. kr. En hjá því verður ekki komizt að hugsa í miklu ríkari mæli fyrir stofnlánaþörf iðnaðarins en gert hefur verið. Það mál kemur að sjálfsögðu til álita þegar ríkisstj, gefst kostur á að ganga frá þeirri 5 ára framkvæmdaáætlun, sem kunnugt er að hún hefur haft í undirbúningi.

Hæstv. iðnmrh.. Bjarni Benediktsson. skipaði í fyrra nefnd til að taka upp viðræður við útlendinga um hugsanlega möguleika til að koma hér upp alúminíumverksmiðju eða annarri stóriðlu. Þessi nefnd hefur þegar unnið allmikið starf, og gerði ráðh. grein fyrir því ekki alls fyrir löngu hér í fyrirspurnatíma í þinginu að aðallega hefðu viðræður farið fram við annars vegar svissneskt fyrirtæki og hins vegar franskt fyrirtæki, sem bæði hafa látið í ljós áhuga á þessu máli. En samhliða slíkri stóriðju yrði að reisa hér stór orkuver, stærri en við höfum áður reist og nota til þess vatnsaflið eða aðrar orkulindir, sem við kunnum að ráða yfir. Mér þótti undrum sæta að heyra formann Framsfl. í umr. í gærkvöld. Eystein Jónsson, vera með getsakir um, að að þessum málum væri ekki staðið með fullri gát og til stæði að gefa útlendum hringum og auðfélögum aðstöðu hér á landi til óhagræðis fyrir Íslendinga. Auðvitað er engu slíku til að dreifa, en sjálfsagt, að kannaðir séu til hlítar þeir möguleikar, sem við kunnum að geta haft til samvinnu við erlent fjármagn til að hagnýta orkulindir landsins.

Ég sagði áðan, að raforkuverin, sem reisa þyrfti, væru miklu stærri en við ella getum framkvæmt, án samfara stóriðju, en gert hefur verið ráð fyrir í lauslegum áætlunum, að þau kostuðu yfir 1000 millj. kr., kannske 1200—1300 millj. kr., hvort sem um væri að ræða orkuver við Þjórsá eða við Dettifoss, en hvort tveggja hefur komið til álita, og sjálf alúminíumverksmiðjan mundi kosta annað eins, og má af þessu marka, að ekki yrði í lítið ráðizt, ef til framkvæmda kæmi. Standa vonir til, að síðar á þessu ári liggi fyrir nánari vitneskja um, hvaða möguleika og aðstöðu við kunnum að hafa til átaka á þessum sviðum.

Jafnframt hefur sama nefnd unnið að athugun á möguleikum þess að koma upp í samvinnu við erlenda aðila kísilgúrverksmiðju við Mývatn, til þess að vinna kísilgúr eða kísilleir úr botnleðju vatnsins. Er þar um að ræða mjög verðmæt efni til margs konar efnaiðnaðar. En að þessum málum hafa aðrir aðilar starfað einnig, svo sem rannsóknaráð ríkisins og Baldur Líndal efnaverkfræðingur, sem unnið hefur lengi að því ásamt fleirum. En nefnd sú, sem iðnmrh. skipaði, eins og áður greinir, hóf samvinnu við Hollendinga til sameiginlegra rannsókna á þeim möguleikum, sem þarna kunna að vera fyrir hendi. Fæst vonandi einnig úr því skorið á þessu ári eða fljótlega, hvort við Íslendingar með þessum hætti getum rennt fleiri stoðum undir atvinnulíf okkar en við höfum áður átt kost.

Þegar ríkisstj. og stuðningsflokkar hennar geta gert Alþingi og þjóðinni nánari grein fyrir 5 ára framkvæmdaáætluninni, sem hafizt var handa um að semja á s.l. hausti í samvinnu við norska sérfræðinga, mun betur koma í ljós, hvaða möguleikar kunna að vera hér fyrir hendi.

Þegar á þau mál er litið, sem ég nú hef nefnt, þó að lauslega sé yfir farið, er erfitt að skilja allt tal stjórnarandstæðinga í umr. hér í kvöld og gærkvöld um vilja ríkisstj. til að koma á mátulegu atvinnuleysi, eins og þeir orða það, og að viðreisn ríkisstj. sé fólgin í því að magna dýrtíðina í landinu.

Ég hef eðlilega leitt hjá mér að rekja ýmis stórmerk mál, sem aðrir þingmenn Sjálfstfl. og stuðningsmenn ríkisstj. hafa gert grein fyrir í þessum umr. Nefni ég þar til frv. ríkisstj. um stofnlánasjóð landbúnaðarins, en með því er mótuð ein merkasta löggjöf á sviði landbúnaðarmála hin síðari árin, er reynast mun landbúnaði og bændum hin mesta lyftistöng. Eins mætti nefna merka löggjöf um dómsmál, hæstarétt, erfðalöggjöf og margvíslega félagsmálalögeiöf, en tími minn leyfir það ekki.

Herra forseti. Má ég hér fara með smávegis tilvitnun? „Við teljum höfuðatriði að halda jafnvægi fjárhagslega og stöðugu verðlagi. Okkur er ljóst, að margs þarf við, til þess að svo verði, greiðsluhallalausan ríkisbúskap og skynsamlega útlánapólitík í bönkunum, og það þarf meira: launasamtökin í landinu verða einnig að miða sína stefnu við þetta sjónarmið. Þessi fjármálastefna er nauðsynleg til þess að geta aukið fremur en minnkað frelsi í viðskiptum, en að því viljum við stefna. Við álítum höft neyðarúrræði. Við teljum rétt, að efnt sé til samráðs við verkalýðssamtökin með það fyrir augum, að framkvæmd kaupgjaldsstefnunnar gæti orðið miðuð við jafnvægisbúskap og stöðugt verðlag. Okkar stefna er ekki sú, að kaupgjald sé lögbundið. Við teljum, að launþegasamtökin hér verði að sjá, hvað þeim og þjóðinni er fyrir beztu í kaupgjalds- og atvinnumálum, á sama hátt og gerist í okkar nágrannalöndum. Við vitum, að að því hlýtur að koma, að verkalýðshreyfingin hér starfi sem hagsmunasamtök, en ekki sem upplausnartæki stjórnarandstöðunnar á hverjum tíma undir áhrifum kommúnista.“ Hver var það, sem sagði þetta, sem ég hef nú vitnað til? Það var núv. form. Framsfl., Eysteinn Jónsson, fyrir hönd síns flokks, meðan hann var í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðismenn. Hvílíkur reginmunur og á öllum sleggjudómunum og fjarstæðunum í ræðu þessa hv. þm. í gærkvöld.

Það hefur náðst ótrúlegur árangur á sviði efnahagsmála í tíð núv. stjórnarsamstarfs. Það verður kappkostað að slaka ekki á, heldur byggja framtíðina á þeim örugga grunni, sem lagður hefur verið, og því vaxandi trausti, sem þjóðin hefur áunnið sér.