24.11.1961
Neðri deild: 25. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2724 í B-deild Alþingistíðinda. (2420)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.

Forseti (RH):

Ef hv. þm. óskar þess, að þetta dagskrármál, sem ég hafði hér lýst, að fyrir yrði tekið, verði ekki fyrir tekið, og telur sig algeru gerræði beittan, þá mun ég verða við þessum tilmælum hv. þm. og veita honum hér með orðið, til þess að hann megi bera af sér sakir, ef hann telur þær á sig bornar, en bið hann að tala aðeins í örfáar mínútur og að því búnu má til með að slíta þessum fundi.