15.03.1962
Sameinað þing: 42. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2728 í B-deild Alþingistíðinda. (2429)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Á árinu 1959 skipaði þáv. hæstv. fjmrh., Guðmundur Í. Guðmundsson, nefnd manna til að athuga og gera tillögur um samningsrétt opinberra starfsmanna. Sú nefnd náði ekki samstöðu og skilaði þrem frv., hver nefndarhluti í sinu lagi sínu frv. í ágústmánuði s.l. var stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja tjáð af hálfu ríkisstj., að þetta mál yrði tekið til umr. í stjórnarflokkunum, þegar þing kæmi saman á s.l. hausti. Þetta var gert, og hefur málið verið rætt þar og í ríkisstj. ýtarlega siðan.

Ríkisstj. hefur m.a. nú undanfarna daga fjallað um þetta mál, um kjarasamninga eða samningsrétt opinberra starfsmanna. Um niðurstöður þeirrar athugunar get ég ekki fullyrt á þessu stigi.