18.10.1961
Sameinað þing: 4. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2735 í B-deild Alþingistíðinda. (2439)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Borizt hefur svo hljóðandi bréf frá forseta efri deildar:

„Reykjavík. 17. okt. 1961. Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins:

„Samkvæmt beiðni Sigurðar Ó. Ólafssonar, 5. þm. Sunnl., sem nú er sjúkur, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess. að varamaður hans, Jón Kjartansson sýslumaður, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Eggert G. Þorsteinsson,

forseti efri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Með þessu bréfi fylgir yfirlýsing formanns yfirkjörstjórnar Suðurlandskjördæmis. Hlé verður gert á fundinum, meðan kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréfið, og verður hringt aftur til fundar, þegar hann hefst að nýju. — [Fundarhlé.]