10.11.1961
Neðri deild: 16. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2737 í B-deild Alþingistíðinda. (2449)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (RH):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 8. nóv. 1961.

Með því að ég er á förum til útlanda til að sitja þingmannafund Norður-Atlantshafsríkja í París og verð þar a.m.k. um tveggja vikna skeið, leyfi ég mér að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Helgi Bergs verkfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Virðingarfyllst,

Björn Fr. Björnsson.“

Kjörbréf Helga Bergs hefur áður verið athugað, og tekur hann því sæti í deildinni. Jafnframt hefur mér í dag borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 9. nóv. 1961. Með því að ég er á förum til útlanda til að sitja þingmannafund Norður-Atlantshafsbandalagsríkja í París og verð þar a.m.k. um tveggja vikna skeið, leyfi ég mér að óska þess, að 1. varamaður Alþfl. í Vesturlandskjördæmi, Pétur Pétursson forstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni. Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Benedikt Gröndal.“

Kjörbréf Péturs Péturssonar hefur einnig verið áður athugað og tekur hann því sæti í deildinni.