16.03.1962
Sameinað þing: 43. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2741 í B-deild Alþingistíðinda. (2458)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Það hafa borizt svofelld fjögur bréf frá forseta Nd.:

„Reykjavík, 13. marz 1962.

Gísli Jónsson, 1. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja þing Norðurlandaráðs og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að fyrsti varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Sigurður Bjarnason ritstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Benedikt Gröndal,

forseti Nd.

Og annað bréf samsvarandi frá forseta Nd., dagsett sama dag:

„Matthías A. Mathiesen, 3. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja þing Norðurlandaráðs og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að fyrsti varamaður Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, Sveinn S. Einarsson verkfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Benedikt Gröndal,

forseti Nd.

Og í þriðja lagi bréf frá forseta Nd., dags. sama dag, á þessa leið:

„Sigurður Ingimundarson, 1. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja þing Norðurtandaráðs og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að 1. varamaður landskjörinna þm. Alþfl., Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Benedikt Gröndal,

forseti Nd.

Og í fjórða og síðasta lagi bréf frá forseta Nd., dags. sama dag, á þessa leið:

„Einar Olgeirsson, 3. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja þing Norðurlandaráðs og verð fjarverandi í næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að 1. varamaður Alþb. í Reykjavík, Margrét Sigurðardóttir húsfrú, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Benedikt Gröndal,

forseti Nd.

Allir þessir varaþingmenn hafa áður setið á þingi og kjörbréf þeirra hafa verið rannsökuð og samþykkt. Þeir taka nú sæti á Alþingi, og býð ég þá alla velkomna.

Á 43. fundi í Sþ., 16. marz, var tekin til meðferðar rannsókn kjörbréfs.

Forseti (FS): Áður en rannsókn kjörbréfs fer fram, vil ég leyfa mér að lesa bréf, sem borizt hefur frá forseta Nd., dags. Reykjavík, 14. marz 1962:

„Halldór E. Sigurðsson. 3. þm. Vesturl., hefur í dag ritað mér svo hljóðandi bréf:

„Þar sem ég mun ekki geta sinnt þingstörfum næstu viku vegna embættisanna heima fyrir, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að 1. varamaður Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, Daníel Ágústínusson fyrrv. bæjarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti neðri deildar.“

Kjörbréf Daníels Ágústínussonar hefur áður verið rannsakað og samþykkt. Hann er mættur hér. og ég býð hann velkominn.

Þá hefur borizt bréf frá forseta Ed., dags. Reykjavík, 15. marz, á þessa leið:

„Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vesturl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

,.Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja þing Norðurlandaráðs og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að 2. varamaður Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, Gunnar Guðbjartsson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með óak um, að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Ó. Ólafsson,

forseti Ed.

Með bréfi þessu fylgir kjörbréf, gefið út af yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis til handa Gunnari Guðbjartssyni. Ég mælist til, að kjörbréfanefnd rannsaki kjörbréfið nú þegar og haldi fund um það, og verður gert hlé á þessum fundi, á meðan sú athugun fer fram, en áður en fundur hefst hér að nýju, verður hringt til fundar. — [Fundarhlé.]