02.04.1962
Neðri deild: 81. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2742 í B-deild Alþingistíðinda. (2462)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (BGr):

Borizt hefur eftirfarandi bréf: „Þar sem ég mun ekki geta sinnt þingstörfum næstu vikur vegna embættisanna heima fyrir, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Jón Pálmason fyrrv. ráðherra, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Gunnar Gíslason.“

Ég býð Jón Pálmason velkominn aftur til þings.