19.12.1961
Neðri deild: 39. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2750 í B-deild Alþingistíðinda. (2500)

Þingsetning

forseti (RH):

Þessi fundur mun vera hinn seinasti, sem þessi hv. deild heldur á þessu ári. Af því tilefni vil ég leyfa mér að óska hv. þdm., hæstv. ríkisstj. og þeirra fjölskyldum gleðilegra jóla og alls velfarnaðar á hinu nýja ári. Hins sama leyfi ég mér að óska öllu starfsfólki Alþingis. Sérstaklega vil ég óska þeim þdm., sem nú hverfa til sinna heimkynna um langan veg, fararheilla og góðrar heimkomu. Ég þakka af heilum hug hv. þdm. öllum ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Sömuleiðis þakka ég skrifstofustjóra og starfsliði Alþingis liðsinni og gott samstarf. Ég vil láta í ljós þá ósk, að við megum öll hittast hér heil að loknu þinghléi, sem væntanlega verður ekki síðar en hinn 1. febr. á næsta ári.